Íslenski boltinn

Jesper Holdt Jensen frá út leiktíðina

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Jepser fór á kostum í 5-1 sigrinum á Þór í síðustu viku. Skoraði glæsilegt mark en varð fyrir því óláni að meiðast.
Jepser fór á kostum í 5-1 sigrinum á Þór í síðustu viku. Skoraði glæsilegt mark en varð fyrir því óláni að meiðast. Mynd/Valli
Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaður Stjörnunnar, leikur ekki meira með liðinu á þessari leiktíð. Óttast er að Jesper sé með slitið krossband en hann var borinn af velli í 5-1 sigri Stjörnunnar á Þór síðastliðinn sunnudag.

Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, staðfestir þetta í samtali við fotbolti.net. Jesper sneri illa upp á vinstra hnéð í Garðabænum en það kemur í ljós eftir helgi.

Jesper hefur farið á kostum með Stjörnunni í sumar. Hann var meðal annars valinn leikmaður 14. umferðar Pepsi-deildar karla af Fréttablaðinu og Vísi í síðustu viku.

Jesper er í láni hjá Stjörnunni frá Vejle í Danmörku líkt og Nikolaj Hagelskjær miðvörður Garðbæinga.


Tengdar fréttir

Stelpurnar hafa sýnt okkur áhuga

Jesper Holdt Jensen, danski miðjumaðurinn hjá Stjörnunni, fór á kostum í 5-1 sigri Garðbæinga á Þór á sunnudaginn. Jesper skoraði eitt mark, lagði upp tvö og er leikmaður 14. umferðar að mati Fréttablaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×