Erlent

Breivik skoðaði Útey í gallabuxum og bol - Myndband

Skjáskot af vef Verdens Gang.
Skjáskot af vef Verdens Gang.
Lögreglan í Osló fór með fjöldamorðingjann Anders Breivik til Úteyjar í gær dag en hann hefur játað að hafa framið fjöldamorð á eyjunni og sprengt sprengju í miðborg Oslóar tuttugasta og annan júlí síðastliðinn.

Ástæða þess að farið var með Breivik á eyjuna er sú að hann var látinn lýsa ódæðisverkinu fyrir lögreglu.

Á blaðamannafundi lögreglunnar í morgun kom fram að hann hafi verið yfirvegaður og samvinnuþýður þegar hann lýsti atburðarrásinni.

Dagblaðið Verdens Gang birti í morgun myndir sem voru teknar úr fjarlægð þar sem Breivik sést ganga um eyjuna.

Nú hefur blaðið birt myndband þar sem Breivik sést sýna lögreglumönnum hvaða leið hann fór um eyjuna. Hann er klæddur í gallabuxur og rauðan bol. Hendur hans eru frjálsar en hann sjálfur er bundinn í keðju.

Hægt er að skoða myndbandið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×