Enski boltinn

Kolo Touré má byrja að æfa með City áður en bannið rennur út

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kolo Touré og eiginkonan.
Kolo Touré og eiginkonan. Mynd/Nordic Photos/Getty
Kolo Touré hefur fengið sérstakt leyfi frá enska knattspyrnusambandinu til þess að fá að byrja að æfa með Manchester City áður en leikbannið hans rennur út. Touré féll á lyfjaprófi í upphafi ársins og er í leikbanni til 2. september næstkomandi.

Touré tók inn megrunarpillur sem hann fékk hjá konu sinni og sagðist á sínum tíma ekki hafa vitað að í þeim hafi verið ólögleg efni. Hann var dæmdur í sex mánaða leikbann og í fyrstu var úrskurðurinn þannig að Touré mætti ekki taka þátt í leikjum né æfingum Manchester City á þessum tíma.

Fyrsti leikur Manchester City eftir bannið er á móti Wigan Athletic 10. september næstkomandi og nú eru ágætar líkur á því að hann geti verið með í honum í stað þess að eyða fyrstu vikunum eftir bann í að koma sér í form.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×