Umfjöllun: Halldór Orri sendi Fram nánast niður um deild Benedikt Bóas Hinriksson á Stjörnuvelli skrifar 15. ágúst 2011 14:39 Stjarnan og Fram mætast á teppinu í Garðabænum í kvöld. Mynd/Anton Þegar 89 mínútur voru komnar á klukkuna í Garðabænum var staðan 2-1 fyrir Fram og allt í blóma. En Halldór Orri Björnsson tók sig þá til og komst einhvern veginn með boltann inn í teiginn þar sem hann stóð allt í einu gapandi frír og skoraði jöfnunarmarkið. Ótrúlegt mark en einhvern veginn lýsir þetta gengi Fram í sumar. Þeir loka engum leikjum. Þeir voru betri í fyrri hálfleik, börðust og gerðu í raun allt sem til þarf að vinna fótboltaleik en því miður þá dugði það ekki. Jafntefli staðreynd og Grindavík vann Keflavík og þar með er staðan nánast orðinn vonlaus fyrir Safamýrapilta. Fyrri hálfleikur var samt eitt standandi partý. Fjör og læti, frábær mörk og stórskemmtileg tilþrif. Garðar Jóhannsson skoraði eitt af mörkum sumarsins með frábæru skoti en Fram svaraði með mörkum Steven Lennon og Almarrs Ormarssonar. 2-1 var staðan í hálfleik og Fram fékk nokkur góð færi til að klára dæmið. En því miður þá var Ingvar í marki Stjörnunnar í stuði og varði allt sem á markið kom. Stjörnumenn hættu að spila fótbolta í síðari hálfleik. Enginn vildi vera með boltann og það var eins og menn væru stressaðir þegar þeir loksins fengu hann. Boltinn var svo sannarlega ekki vinur Stjörnupilta í rokinu í Garðabæ. Gervigrasið naut sín ekki því boltinn var alltaf uppi í loftinu. En Halldór Orri jafnaði undir lokin og nánast sendi Fram niður í fyrstu deild. Það voru því súrir og jafnvel fúlir leikmenn Fram sem gengu að velli í Garðabæ, vitandi að þeir spila ekki aftur á þessu gervigrasi á næsta ári.Stjarnan - Fram 2-2 1-0 Garðar Jóhannsson (16.) 1-1 Steven Lennon (20.) 1-2 Almarr Ormarsson (25.) 2-2 Halldór Orri Björnsson (89.) Skot (á mark): 12-8 (6-6) Varin skot: Ingvar 4 – Ögmundur 4 Horn: 5-0 Aukaspyrnur fengnar: 15-12 Rangstöður: 5-9 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Þegar 89 mínútur voru komnar á klukkuna í Garðabænum var staðan 2-1 fyrir Fram og allt í blóma. En Halldór Orri Björnsson tók sig þá til og komst einhvern veginn með boltann inn í teiginn þar sem hann stóð allt í einu gapandi frír og skoraði jöfnunarmarkið. Ótrúlegt mark en einhvern veginn lýsir þetta gengi Fram í sumar. Þeir loka engum leikjum. Þeir voru betri í fyrri hálfleik, börðust og gerðu í raun allt sem til þarf að vinna fótboltaleik en því miður þá dugði það ekki. Jafntefli staðreynd og Grindavík vann Keflavík og þar með er staðan nánast orðinn vonlaus fyrir Safamýrapilta. Fyrri hálfleikur var samt eitt standandi partý. Fjör og læti, frábær mörk og stórskemmtileg tilþrif. Garðar Jóhannsson skoraði eitt af mörkum sumarsins með frábæru skoti en Fram svaraði með mörkum Steven Lennon og Almarrs Ormarssonar. 2-1 var staðan í hálfleik og Fram fékk nokkur góð færi til að klára dæmið. En því miður þá var Ingvar í marki Stjörnunnar í stuði og varði allt sem á markið kom. Stjörnumenn hættu að spila fótbolta í síðari hálfleik. Enginn vildi vera með boltann og það var eins og menn væru stressaðir þegar þeir loksins fengu hann. Boltinn var svo sannarlega ekki vinur Stjörnupilta í rokinu í Garðabæ. Gervigrasið naut sín ekki því boltinn var alltaf uppi í loftinu. En Halldór Orri jafnaði undir lokin og nánast sendi Fram niður í fyrstu deild. Það voru því súrir og jafnvel fúlir leikmenn Fram sem gengu að velli í Garðabæ, vitandi að þeir spila ekki aftur á þessu gervigrasi á næsta ári.Stjarnan - Fram 2-2 1-0 Garðar Jóhannsson (16.) 1-1 Steven Lennon (20.) 1-2 Almarr Ormarsson (25.) 2-2 Halldór Orri Björnsson (89.) Skot (á mark): 12-8 (6-6) Varin skot: Ingvar 4 – Ögmundur 4 Horn: 5-0 Aukaspyrnur fengnar: 15-12 Rangstöður: 5-9
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira