Umfjöllun: Kolbeinn með tvö mörk í fyrsta leiknum með Val Óskar Ófeigur Jónsson á Vodafone-vellinum skrifar 15. ágúst 2011 14:42 Kolbeinn Kárason var maður kvöldsins og fór í mörg viðtöl eftir leik. Mynd/ÓskarÓ Nýliðinn Kolbeinn Kárason sýndi félögum sínum hvernig á að skora mörkin í 3-1 sigri Valsmanna á Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Kolbeinn skoraði tvö mörk í sínum fyrsta hálfleik og var maðurinn á bak við það að Valsmenn voru 3-0 yfir í hálfleik. Valsliðinu hefur gengið illa að nýta færin í síðustu leikjum og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, ákvað að henda Kolbeini beint í byrjunarliðið. Það heppnaðist fullkomlega og Valsmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri síðan 6. júlí. Fylkismönnum gekk enn á ný illa í fyrri hálfleik og þeir áttu síðan aldrei möguleika í að jafna leikinn í seinni hálfleiknum þrátt fyrir betri spilamennsku eftir hálfleiksræðu Ólafs Þórðarsonar. Leikurinn fór rólega af stað og í raun voru það Fylkismenn sem fyrst sköpuðu einhverja hættu þegar Ingimundur Níels Óskarsson komst upp að endamörkum á 5. mínútu en Atli Sveinn Þórarinsson náði að bjarga vel í horn. Fljótlega fóru Valsmenn að taka öll völd á vellinum og þeir fengu tvö flott færi með mínútu millibili á 11. og 12. mínútu. Andri Fannar Stefánsson slapp fyrst í gegn eftir frábæra sendingu frá Jóni Vilhelm Ákasyni en Fjalar Þorgeirsson kom út og varði vel. Guðjón Pétur Lýðsson átti síðan skot framhjá markinu skömmu síðar. Kolbeinn Kárason kom Val í 1-0 á 19. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig í teignum þegar að varnarmaður komst fyrir skalla Atla Sveins Þórarinssonar eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar. Fylkismenn bitu aðeins frá sér eftir markið en sköpuðu sér lítið og fyrr en varir voru Valsmenn aftur komnir með öll tök. Guðjón Pétur Lýðsson bætti við öðru marki á 37. mínútu eftir að hafa fylgt eftir eigin skoti sem Fjalar hafði varði vel. Matthías Guðmundsson á allan heiður að markinu eftir frábært upphlaup og glæsilega sendingu. Guðjón Pétur var nálægt því að skora aftur skömmu síðar en skot hans fór framhjá. Fylkismenn fengu sitt besta færi á 44. mínútu þegar Sindri Snær Jensson varði vel frá Tómasi Þorsteinssyni en Valsmenn áttu eftir að eiga lokaorðið í hálfleiknum. Kolbeinn Kárason skoraði þá frábært mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann úr innkasti frá Jónasi Tór Næs, snéi af sér varnarmann og skoraði með glæsilegu skoti upp í fjærhornið. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti eftir væntanlega góða hálfleiksræðu frá Ólafi Þórðarsyni og Valur Fannar Gíslason minnkaði muninn á 52. mínútu með skot úr teignum eftir hornspyrnu. Valsmenn náðu hinsvegar aftur ágætum tökum á leiknum og sigldu stigunum þremur í höfn. Seinni hálfleikurinn var annars frekar tíðindalítill, Fylkismenn spiluðu mun betur en í þeim fyrri og leikurinn var því mun jafnari. Andri Fannar Stefánsson fékk sitt annað gula spjald undir lokin og í framhaldinu náðu Fylkismenn smá pressu. Þeim tókst þó ekki að minnka muninn og Valsmenn fögnuðu langþráðum sigri.Valur-Fylkir 3-1 1-0 Kolbeinn Kárason (19.) 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (37.) 3-0 Kolbeinn Kárason (45.+1) 3-1 Valur Fannar Gíslason (52.)Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 14-7 (6-2)Varin skot: Sindri Snær 1 - Fjalar 3Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 16-8Rangstöður: 1-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira
Nýliðinn Kolbeinn Kárason sýndi félögum sínum hvernig á að skora mörkin í 3-1 sigri Valsmanna á Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Kolbeinn skoraði tvö mörk í sínum fyrsta hálfleik og var maðurinn á bak við það að Valsmenn voru 3-0 yfir í hálfleik. Valsliðinu hefur gengið illa að nýta færin í síðustu leikjum og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, ákvað að henda Kolbeini beint í byrjunarliðið. Það heppnaðist fullkomlega og Valsmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri síðan 6. júlí. Fylkismönnum gekk enn á ný illa í fyrri hálfleik og þeir áttu síðan aldrei möguleika í að jafna leikinn í seinni hálfleiknum þrátt fyrir betri spilamennsku eftir hálfleiksræðu Ólafs Þórðarsonar. Leikurinn fór rólega af stað og í raun voru það Fylkismenn sem fyrst sköpuðu einhverja hættu þegar Ingimundur Níels Óskarsson komst upp að endamörkum á 5. mínútu en Atli Sveinn Þórarinsson náði að bjarga vel í horn. Fljótlega fóru Valsmenn að taka öll völd á vellinum og þeir fengu tvö flott færi með mínútu millibili á 11. og 12. mínútu. Andri Fannar Stefánsson slapp fyrst í gegn eftir frábæra sendingu frá Jóni Vilhelm Ákasyni en Fjalar Þorgeirsson kom út og varði vel. Guðjón Pétur Lýðsson átti síðan skot framhjá markinu skömmu síðar. Kolbeinn Kárason kom Val í 1-0 á 19. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig í teignum þegar að varnarmaður komst fyrir skalla Atla Sveins Þórarinssonar eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar. Fylkismenn bitu aðeins frá sér eftir markið en sköpuðu sér lítið og fyrr en varir voru Valsmenn aftur komnir með öll tök. Guðjón Pétur Lýðsson bætti við öðru marki á 37. mínútu eftir að hafa fylgt eftir eigin skoti sem Fjalar hafði varði vel. Matthías Guðmundsson á allan heiður að markinu eftir frábært upphlaup og glæsilega sendingu. Guðjón Pétur var nálægt því að skora aftur skömmu síðar en skot hans fór framhjá. Fylkismenn fengu sitt besta færi á 44. mínútu þegar Sindri Snær Jensson varði vel frá Tómasi Þorsteinssyni en Valsmenn áttu eftir að eiga lokaorðið í hálfleiknum. Kolbeinn Kárason skoraði þá frábært mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann úr innkasti frá Jónasi Tór Næs, snéi af sér varnarmann og skoraði með glæsilegu skoti upp í fjærhornið. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti eftir væntanlega góða hálfleiksræðu frá Ólafi Þórðarsyni og Valur Fannar Gíslason minnkaði muninn á 52. mínútu með skot úr teignum eftir hornspyrnu. Valsmenn náðu hinsvegar aftur ágætum tökum á leiknum og sigldu stigunum þremur í höfn. Seinni hálfleikurinn var annars frekar tíðindalítill, Fylkismenn spiluðu mun betur en í þeim fyrri og leikurinn var því mun jafnari. Andri Fannar Stefánsson fékk sitt annað gula spjald undir lokin og í framhaldinu náðu Fylkismenn smá pressu. Þeim tókst þó ekki að minnka muninn og Valsmenn fögnuðu langþráðum sigri.Valur-Fylkir 3-1 1-0 Kolbeinn Kárason (19.) 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (37.) 3-0 Kolbeinn Kárason (45.+1) 3-1 Valur Fannar Gíslason (52.)Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 14-7 (6-2)Varin skot: Sindri Snær 1 - Fjalar 3Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 16-8Rangstöður: 1-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Sjá meira