Umfjöllun: Kolbeinn með tvö mörk í fyrsta leiknum með Val Óskar Ófeigur Jónsson á Vodafone-vellinum skrifar 15. ágúst 2011 14:42 Kolbeinn Kárason var maður kvöldsins og fór í mörg viðtöl eftir leik. Mynd/ÓskarÓ Nýliðinn Kolbeinn Kárason sýndi félögum sínum hvernig á að skora mörkin í 3-1 sigri Valsmanna á Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Kolbeinn skoraði tvö mörk í sínum fyrsta hálfleik og var maðurinn á bak við það að Valsmenn voru 3-0 yfir í hálfleik. Valsliðinu hefur gengið illa að nýta færin í síðustu leikjum og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, ákvað að henda Kolbeini beint í byrjunarliðið. Það heppnaðist fullkomlega og Valsmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri síðan 6. júlí. Fylkismönnum gekk enn á ný illa í fyrri hálfleik og þeir áttu síðan aldrei möguleika í að jafna leikinn í seinni hálfleiknum þrátt fyrir betri spilamennsku eftir hálfleiksræðu Ólafs Þórðarsonar. Leikurinn fór rólega af stað og í raun voru það Fylkismenn sem fyrst sköpuðu einhverja hættu þegar Ingimundur Níels Óskarsson komst upp að endamörkum á 5. mínútu en Atli Sveinn Þórarinsson náði að bjarga vel í horn. Fljótlega fóru Valsmenn að taka öll völd á vellinum og þeir fengu tvö flott færi með mínútu millibili á 11. og 12. mínútu. Andri Fannar Stefánsson slapp fyrst í gegn eftir frábæra sendingu frá Jóni Vilhelm Ákasyni en Fjalar Þorgeirsson kom út og varði vel. Guðjón Pétur Lýðsson átti síðan skot framhjá markinu skömmu síðar. Kolbeinn Kárason kom Val í 1-0 á 19. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig í teignum þegar að varnarmaður komst fyrir skalla Atla Sveins Þórarinssonar eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar. Fylkismenn bitu aðeins frá sér eftir markið en sköpuðu sér lítið og fyrr en varir voru Valsmenn aftur komnir með öll tök. Guðjón Pétur Lýðsson bætti við öðru marki á 37. mínútu eftir að hafa fylgt eftir eigin skoti sem Fjalar hafði varði vel. Matthías Guðmundsson á allan heiður að markinu eftir frábært upphlaup og glæsilega sendingu. Guðjón Pétur var nálægt því að skora aftur skömmu síðar en skot hans fór framhjá. Fylkismenn fengu sitt besta færi á 44. mínútu þegar Sindri Snær Jensson varði vel frá Tómasi Þorsteinssyni en Valsmenn áttu eftir að eiga lokaorðið í hálfleiknum. Kolbeinn Kárason skoraði þá frábært mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann úr innkasti frá Jónasi Tór Næs, snéi af sér varnarmann og skoraði með glæsilegu skoti upp í fjærhornið. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti eftir væntanlega góða hálfleiksræðu frá Ólafi Þórðarsyni og Valur Fannar Gíslason minnkaði muninn á 52. mínútu með skot úr teignum eftir hornspyrnu. Valsmenn náðu hinsvegar aftur ágætum tökum á leiknum og sigldu stigunum þremur í höfn. Seinni hálfleikurinn var annars frekar tíðindalítill, Fylkismenn spiluðu mun betur en í þeim fyrri og leikurinn var því mun jafnari. Andri Fannar Stefánsson fékk sitt annað gula spjald undir lokin og í framhaldinu náðu Fylkismenn smá pressu. Þeim tókst þó ekki að minnka muninn og Valsmenn fögnuðu langþráðum sigri.Valur-Fylkir 3-1 1-0 Kolbeinn Kárason (19.) 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (37.) 3-0 Kolbeinn Kárason (45.+1) 3-1 Valur Fannar Gíslason (52.)Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 14-7 (6-2)Varin skot: Sindri Snær 1 - Fjalar 3Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 16-8Rangstöður: 1-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira
Nýliðinn Kolbeinn Kárason sýndi félögum sínum hvernig á að skora mörkin í 3-1 sigri Valsmanna á Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. Kolbeinn skoraði tvö mörk í sínum fyrsta hálfleik og var maðurinn á bak við það að Valsmenn voru 3-0 yfir í hálfleik. Valsliðinu hefur gengið illa að nýta færin í síðustu leikjum og Kristján Guðmundsson, þjálfari Valsmanna, ákvað að henda Kolbeini beint í byrjunarliðið. Það heppnaðist fullkomlega og Valsmenn fögnuðu sínum fyrsta sigri síðan 6. júlí. Fylkismönnum gekk enn á ný illa í fyrri hálfleik og þeir áttu síðan aldrei möguleika í að jafna leikinn í seinni hálfleiknum þrátt fyrir betri spilamennsku eftir hálfleiksræðu Ólafs Þórðarsonar. Leikurinn fór rólega af stað og í raun voru það Fylkismenn sem fyrst sköpuðu einhverja hættu þegar Ingimundur Níels Óskarsson komst upp að endamörkum á 5. mínútu en Atli Sveinn Þórarinsson náði að bjarga vel í horn. Fljótlega fóru Valsmenn að taka öll völd á vellinum og þeir fengu tvö flott færi með mínútu millibili á 11. og 12. mínútu. Andri Fannar Stefánsson slapp fyrst í gegn eftir frábæra sendingu frá Jóni Vilhelm Ákasyni en Fjalar Þorgeirsson kom út og varði vel. Guðjón Pétur Lýðsson átti síðan skot framhjá markinu skömmu síðar. Kolbeinn Kárason kom Val í 1-0 á 19. mínútu þegar hann var fyrstur að átta sig í teignum þegar að varnarmaður komst fyrir skalla Atla Sveins Þórarinssonar eftir hornspyrnu Guðjóns Péturs Lýðssonar. Fylkismenn bitu aðeins frá sér eftir markið en sköpuðu sér lítið og fyrr en varir voru Valsmenn aftur komnir með öll tök. Guðjón Pétur Lýðsson bætti við öðru marki á 37. mínútu eftir að hafa fylgt eftir eigin skoti sem Fjalar hafði varði vel. Matthías Guðmundsson á allan heiður að markinu eftir frábært upphlaup og glæsilega sendingu. Guðjón Pétur var nálægt því að skora aftur skömmu síðar en skot hans fór framhjá. Fylkismenn fengu sitt besta færi á 44. mínútu þegar Sindri Snær Jensson varði vel frá Tómasi Þorsteinssyni en Valsmenn áttu eftir að eiga lokaorðið í hálfleiknum. Kolbeinn Kárason skoraði þá frábært mark í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann fékk boltann úr innkasti frá Jónasi Tór Næs, snéi af sér varnarmann og skoraði með glæsilegu skoti upp í fjærhornið. Fylkismenn byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti eftir væntanlega góða hálfleiksræðu frá Ólafi Þórðarsyni og Valur Fannar Gíslason minnkaði muninn á 52. mínútu með skot úr teignum eftir hornspyrnu. Valsmenn náðu hinsvegar aftur ágætum tökum á leiknum og sigldu stigunum þremur í höfn. Seinni hálfleikurinn var annars frekar tíðindalítill, Fylkismenn spiluðu mun betur en í þeim fyrri og leikurinn var því mun jafnari. Andri Fannar Stefánsson fékk sitt annað gula spjald undir lokin og í framhaldinu náðu Fylkismenn smá pressu. Þeim tókst þó ekki að minnka muninn og Valsmenn fögnuðu langþráðum sigri.Valur-Fylkir 3-1 1-0 Kolbeinn Kárason (19.) 2-0 Guðjón Pétur Lýðsson (37.) 3-0 Kolbeinn Kárason (45.+1) 3-1 Valur Fannar Gíslason (52.)Dómari: Kristinn Jakobsson (7)Skot (á mark): 14-7 (6-2)Varin skot: Sindri Snær 1 - Fjalar 3Horn: 7-8Aukaspyrnur fengnar: 16-8Rangstöður: 1-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Sjá meira