Umfjöllun: Sanngjarn sigur FH gegn Víkingi Kolbeinn Tumi Daðason á Víkingsvelli skrifar 15. ágúst 2011 14:51 FH-ingar fagna í kvöld. Mynd/Daníel FH-ingar sýndu frábæra takta í 3-1 sigri á Víkingum í Fossvoginum í kvöld. Annan leikinn í röð léku Víkingar manni fleiri stóran hluta leiksins en áttu fá svör við góðri spilamennsku Hafnfirðinga. FH-ingar tóku völdin strax í upphafi og Emil Pálsson kom liðinu yfir á 18. mínútu eftir fallegt spil. Víkingar voru áhorfendur fyrstu tuttugu mínúturnar, lágu tilbaka og FH-ingarnir dönsuðu í kringum þá með boltann. Víkingum tókst að jafna metin á 25. mínútu upp úr þurru. Þá sendi Colin Marshall frábæran bolta inn á teiginn úr aukaspyrnu og Helgi Sigurðsson skallaði boltann í netið af markteig. Víkingar voru rétt sestir niður eftir fagnaðarlætin þegar FH-ingar spiluðu sig í gegnum vörn heimamanna. Brotið var á Atla Guðnasyni og vítaspyrna dæmd. Björn Daníel Sverrisson skoraði úr spyrnunni af öryggi. Marki yfir áttu flestir von á því að FH-ingar myndu sigla sigrinum heim en sú sigling varð erfiðari en hún hefði þurft að vera. Á 35. mínútu var Pétur Viðarsson rekinn af velli eftir samskipti við Björgólf Takefusa. Pétur virtist reka höfuðið í Björgólf sem henti sér í jörðina eins og knattspyrnumanna er siður. Rautt spjald og Víkingar manni fleiri annan leikinn í röð þegar gengið var til leikhlés. Síðari hálfleikur var galopinn og skemmtilegur. Víkingar sóttu af krafti og áttu fullt af marktilraunum en náðu ekki að láta almennilega reyna á Gunnleif. FH-ingar héldu áfram flottu spili og fengu einnig fullt af færum til þess að klára leikinn. Það gerðu þeir þó ekki fyrr en á 88. mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði af stuttu færi eftir frábært spil. FH-ingar gátu bætt við marki í löngum viðbótartíma en úrslitin 3-1. FH-ingar á flottu skriði í deildinni en Víkingar komnir í botnsætið og útlitið svart.Víkingur - FH 1-3 0-1 Emil Pálsson (18.) 1-1 Helgi Sigurðsson (25.) 1-2 Björn Daníel Sverrisson, víti (28.) 1-3 Matthías Vilhjálmsson (89.)Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson (7)Skot (á mark): 14-17 (7-7)Varin skot: Magnús 4– Gunnleifur 4Horn: 3-9Aukaspyrnur fengnar: 20-14Rangstöður: 4-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
FH-ingar sýndu frábæra takta í 3-1 sigri á Víkingum í Fossvoginum í kvöld. Annan leikinn í röð léku Víkingar manni fleiri stóran hluta leiksins en áttu fá svör við góðri spilamennsku Hafnfirðinga. FH-ingar tóku völdin strax í upphafi og Emil Pálsson kom liðinu yfir á 18. mínútu eftir fallegt spil. Víkingar voru áhorfendur fyrstu tuttugu mínúturnar, lágu tilbaka og FH-ingarnir dönsuðu í kringum þá með boltann. Víkingum tókst að jafna metin á 25. mínútu upp úr þurru. Þá sendi Colin Marshall frábæran bolta inn á teiginn úr aukaspyrnu og Helgi Sigurðsson skallaði boltann í netið af markteig. Víkingar voru rétt sestir niður eftir fagnaðarlætin þegar FH-ingar spiluðu sig í gegnum vörn heimamanna. Brotið var á Atla Guðnasyni og vítaspyrna dæmd. Björn Daníel Sverrisson skoraði úr spyrnunni af öryggi. Marki yfir áttu flestir von á því að FH-ingar myndu sigla sigrinum heim en sú sigling varð erfiðari en hún hefði þurft að vera. Á 35. mínútu var Pétur Viðarsson rekinn af velli eftir samskipti við Björgólf Takefusa. Pétur virtist reka höfuðið í Björgólf sem henti sér í jörðina eins og knattspyrnumanna er siður. Rautt spjald og Víkingar manni fleiri annan leikinn í röð þegar gengið var til leikhlés. Síðari hálfleikur var galopinn og skemmtilegur. Víkingar sóttu af krafti og áttu fullt af marktilraunum en náðu ekki að láta almennilega reyna á Gunnleif. FH-ingar héldu áfram flottu spili og fengu einnig fullt af færum til þess að klára leikinn. Það gerðu þeir þó ekki fyrr en á 88. mínútu þegar Matthías Vilhjálmsson skoraði af stuttu færi eftir frábært spil. FH-ingar gátu bætt við marki í löngum viðbótartíma en úrslitin 3-1. FH-ingar á flottu skriði í deildinni en Víkingar komnir í botnsætið og útlitið svart.Víkingur - FH 1-3 0-1 Emil Pálsson (18.) 1-1 Helgi Sigurðsson (25.) 1-2 Björn Daníel Sverrisson, víti (28.) 1-3 Matthías Vilhjálmsson (89.)Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson (7)Skot (á mark): 14-17 (7-7)Varin skot: Magnús 4– Gunnleifur 4Horn: 3-9Aukaspyrnur fengnar: 20-14Rangstöður: 4-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Enski boltinn „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki