Umfjöllun: Eyjamenn setja pressu á KR-inga Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 15. ágúst 2011 15:06 Mynd/Daníel Eyjamenn unnu nokkuð sannfærandi sigur á Blikum, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld, en það virðist lítið ganga hjá Íslandsmeisturunum þessa daganna. Það sást strax á upphafsmínútum leiksins að bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Blikar voru ákveðnir og sýndu ákveðið frumkvæði, en það voru samt sem áður gestirnir sem gerðu fyrsta mark leiksins. Eftir mikið klafs skoppaði boltinn í áttina að Kevin Mellor, leikmanni ÍBV, sem þrumaði honum í netið rétt fyrir utan vítateigs. Alveg óverjandi fyrir Ingvar Þór Kale í marki Blika. Á 23. mínútu jafnaði Kristinn Steindórsson metin fyrir Blika með glæsilegu marki innan úr teig. Guðmundur Kristinsson átti magnaðan sprett upp allan völlinn, gaf síðan fyrir á Kristinn á hárréttum tímapunkti sem kláraði færið vel. Eyjamenn voru sterkari það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum en náðu ekki að nýta sér þau færi sem liðið fékk og því var staðan 1-1 í hálfleik. Ian Jeffs skoraði síðan annað mark Eyjamenna eftir um klukkustunda leik, en þá slapp þessi snjalli leikmaðurinn einn í gegnum vörn Breiðabliks og renndi boltanum snyrtilega framhjá Ingvari Kale í marki Blika. Niðurstaðan því 2-1 sigur Eyjamanna. ÍBV vann því virkilega mikilvægan sigur og eru aðeins einu stigi frá KR-ingum, en KR á tvö leiki til góða á ÍBV. KR og ÍBV eiga eftir að mætast tvívegis í sumar og því getur allt gerst enn. Breiðablik 1 – 2 ÍBV 0-1 Kevin Mellor (15.) 1-1 Kristinn Steindórsson (23.) 1-2 Ian Jeffs (60.)Dómari: Þorvaldur Árnason (8)Skot (á mark): 6 – 7 (4-4)Varin skot: Ingvar 1 – 3 AlbertHorn: 2 – 0Aukaspyrnur fengnar: 7– 18Rangstöður: 2-2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Eyjamenn unnu nokkuð sannfærandi sigur á Blikum, 2-1, á Kópavogsvelli í kvöld, en það virðist lítið ganga hjá Íslandsmeisturunum þessa daganna. Það sást strax á upphafsmínútum leiksins að bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt í kvöld. Blikar voru ákveðnir og sýndu ákveðið frumkvæði, en það voru samt sem áður gestirnir sem gerðu fyrsta mark leiksins. Eftir mikið klafs skoppaði boltinn í áttina að Kevin Mellor, leikmanni ÍBV, sem þrumaði honum í netið rétt fyrir utan vítateigs. Alveg óverjandi fyrir Ingvar Þór Kale í marki Blika. Á 23. mínútu jafnaði Kristinn Steindórsson metin fyrir Blika með glæsilegu marki innan úr teig. Guðmundur Kristinsson átti magnaðan sprett upp allan völlinn, gaf síðan fyrir á Kristinn á hárréttum tímapunkti sem kláraði færið vel. Eyjamenn voru sterkari það sem eftir lifði af fyrri hálfleiknum en náðu ekki að nýta sér þau færi sem liðið fékk og því var staðan 1-1 í hálfleik. Ian Jeffs skoraði síðan annað mark Eyjamenna eftir um klukkustunda leik, en þá slapp þessi snjalli leikmaðurinn einn í gegnum vörn Breiðabliks og renndi boltanum snyrtilega framhjá Ingvari Kale í marki Blika. Niðurstaðan því 2-1 sigur Eyjamanna. ÍBV vann því virkilega mikilvægan sigur og eru aðeins einu stigi frá KR-ingum, en KR á tvö leiki til góða á ÍBV. KR og ÍBV eiga eftir að mætast tvívegis í sumar og því getur allt gerst enn. Breiðablik 1 – 2 ÍBV 0-1 Kevin Mellor (15.) 1-1 Kristinn Steindórsson (23.) 1-2 Ian Jeffs (60.)Dómari: Þorvaldur Árnason (8)Skot (á mark): 6 – 7 (4-4)Varin skot: Ingvar 1 – 3 AlbertHorn: 2 – 0Aukaspyrnur fengnar: 7– 18Rangstöður: 2-2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Handbolti Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira