Enski boltinn

Agüero með tvö er City fór illa með nýliðana

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sergio Agüero hóf feril sinn í ensku úrvalsdeildinni vel í kvöld er hann skoraði tvö mörk fyrir Manchester City í 4-0 sigri á nýliðum Swansea.

David Silva og Gareth Barry áttu báðir skot í markrammann en Edin Dzeko náði loksins að koma City yfir með marki á 57. mínútu. Þá fylgdi hann eftir skoti Adam Johnson sem var varið.

Tveimur mínútum síðar kom Agüero inn á sem varamaður og eftir það náði hann bæði að leggja upp mark fyrir Silva auk þess að skora sjálfur. Það fyrra var af stuttu færi en síðara markið var glæsilegur þrumufleygur af löngu færi.

Sannarlega glæsileg byrjun hjá Argentínumanninum en landi hans, Carlos Tevez, var ekki í hópi City í kvöld.

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×