Íslenski boltinn

Heimir: Pétur á að vita betur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með sína menn en sagði Pétur Viðarsson leikmann sinn eiga að vita betur en að láta reka sig útaf.

„Svo þegar Pétur var rekinn útaf náðum við að skipuleggja liðið vel og fengum mörg góð færi í seinni hálfleik. Þetta var sætt."

Pétur Viðarsson var rekinn af velli í fyrri hálfleik fyrir að skalla Björgólf Takefusa sem féll til jarðar eins og knattspyrnumanna er siður.

„Pétur á að vita betur. Þetta er ekki fyrsta sumarið hans Bjögga og Pétur á að vita betur en að ógna mönnum svona. Klaufalegt."

Heimir var spurður að því hvað honum fyndist um þessa þróun knattspyrnumanna að falla fyrir litlar sakir.

„Auðvitað er það orðið þannig í dag að menn eru hendandi sér niður um allan völl. Er ég ánægður með þá þróun? Alls ekki."

FH-ingar hafa unnið fjóra leiki í röð og líta vel út. Heimir tekur hlutunum með stóískri ró.

„Þetta var bara einn leikur sem við spiluðum mjög vel. Næst er erfiður leikur gegn Þór á heimavelli og við verðum að mæta jafnvel stemmdir og við vorum í kvöld."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×