Íslenski boltinn

Halldór Orri: Þetta var lélegur leikur

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Halldór Orri skoraði í kvöld.
Halldór Orri skoraði í kvöld. Mynd/Valli
„Mér fannst þetta lélegur leikur. Mér fannst bæði lið vera léleg. Mér fannst við vilja þetta meira en við klikkum úr nokkrum dauðafærum, þar á meðal ég,“ sagði hetjan Halldór Orri Björnsson eftir jafnteflið við Fram 2-2.

„Auðvitað er kannski smá sárabót að ná að jafna undir lokin en það hefði náttúrulega verið skelfilegt að tapa hér á heimvelli fyrir neðsta liðinu. Þótt þeir séu með ágætis lið og allt það en þessi úrslit gera lítið fyrir okkur,“ sagði Halldór Orri sem stóð sig vel í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×