Íslenski boltinn

Garðar: Áttum ekkert skilið

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Garðar Jóhannsson.
Garðar Jóhannsson. Mynd/Valli
„Við vorum bara lélegir í dag og áttum ekkert skilið. Ekki einu sinni þetta stig. Ég held að þeir hafi átt fleiri skot á markið og fleiri dauðafæri en við,“ sagði Garðar Jóhannsson markamaskínan í liði Stjörnunnar.

Garðar var í erfiðu hlutskipti í kvöld þar sem samherjar hans neituðu að hafa boltann og þrumuðu þess í stað bara upp í loft – vonuðu að Garðar myndi gera eitthvað þar. Einkennilegur hugsunarháttur.

„Við vorum bara lélegir og hreint út sagt þá fannst mér við bara skelfilegir. Hver ástæðan er veit ég ekki,“ sagði hundfúll Garðar eftir leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×