Íslenski boltinn

Þorvaldur: Staðan er mjög slæm

Benedikt Bóas Hinriksson skrifar
Þorvaldur Örlygsson, til hægri.
Þorvaldur Örlygsson, til hægri. Mynd/Valli
„Við fáum færi í fyrri hálfleik til að klára þennan leik en eins og þetta hefur verið að spilast í sumar þá höfum við ekki verið að nýta okkar sénsa. Þegar menn eru ekki að klára leikina og ná í þessi stig þá erum við ekki ofar í deildinni. Það er bara þannig,“ sagði svekktur Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir 2-2 jafnteflið við Stjörnuna í kvöld.

„Seinna markið hjá þeim er svolítið klaufalegt af okkar hálfu, við áttum að vera búinn að stöðva manninn (Halldór Orra) og ég er svolítið svekktur með það mark. En að öðru leyti þá er þetta alltaf þannig leikir hérna og hefur verið hérna undanfarið þrjú ár að það veit enginn hvað er um að ske,“ sagði Þorvaldur án þess að fara nánar út í þá sálma.

Aðspurður um stöðuna var svarið einfalt en satt. „Staðan er mjög slæm.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×