Íslenski boltinn

Ólafur Páll: Sýnir getuna í liðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólafur Páll Snorrason sagði FH-inga hafa sýnt getuna í liðinu manni færri gegn Víkingum í kvöld. Hann sagði lukku vera með FH-ingum þessa dagana.

„Við mættum ákveðnir til leiks og byrjuðum mjög vel. Leikskipulagið breyttist eftir að við misstum mann útaf. En við þjöppuðum okkur saman, unnum fyrir hvorn annan og þetta endaði vel.“

FH-ingar náðu ekki síður upp fallegu spili manni færri á Víkingsvelli í kvöld.

„Það sýnir getuna í liðinu að halda boltanum. Við erum mjög ánægðir með okkar leik í dag en fyrst og fremst þessi þrjú stig.“

FH-ingar hafa unnið fjóra leiki í röð og eru á góðu skriði.

„Það getur vel verið en þetta er bara einn leikur. Við erum reyndar búnir að vinna fjóra í röð. Það er einhver lukka með okkur en við erum aðallega að leggja okkur fram. Það breytir öllu og skapar þrjú stig í þessum leikjum og vonandi nokkrum í viðbót.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×