Enski boltinn

Mancini: Sergio Aguero er eins og ljósrit af Romario

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Aguero byrjaði frábærlega með Manchester City í gær þegar hann kom inn á sem varamaður í 4-0 sigri á Swansea en Aguero skoraði tvö mörk og lagði upp eitt á fyrsta hálftíma sínum í ensku úrvalsdeildinni. Roberto Mancini, stjóri City, keypti hann frá Atletico Madrid fyrir 38 milljónir punda á dögunum, og líkti honum við brasilísku goðsögnina Romario eftir leikinn í gær.

„Sergio er eins og ljósrit af Romario, þeir eru eins og sami leikmaðurinn," sagði Roberto Mancini en Romario skoraði meira en þúsund mörk á sínum ferli og var besti maðurinn á HM 1994 þegar Brasilía var heimsmeistari.

„Ég þekki Sergio vel, hann er ekki kominn í hundrað prósent form en hann verður frábær fyrir okkur. Hann spilaði í Copa America og þarf að ná fleiri æfingum. Ég er mjög ánægður með hann enda skoraði hann tvö mikilvæg mörk," sagði Mancini. Það má sjá öll mörkin í leiknum með því að smella hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×