Enski boltinn

Bild: Blackburn búið að gera Schalke tilboð í Raul

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Raul Gonzalez.
Raul Gonzalez. Mynd/Nordic Photos/Bongarts
Þýska blaðið Bild segir að enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn sé búið að gera tilboð í Raul Gonzalez, fyrrum framherja Real Madrid og núverandi leikmann Schalke í þýsku úrvalsdeildinni.

Horst Heldt, framkvæmdastjóri Schalke, sagði blaðamanni Bild að félagið hefði fengið tilboð frá Blackburn í gær og það næsta í stöðunni væri að funda með Raul og umboðsmanni hans.

„Við viljum náttúrulega ekki missa hann en ef hann vill fara þá munum við fara í samningaviðræður. Þetta mun allt ráðast fyrir klukkan eitt á morgun," sagði Horst Heldt.

Raul Gonzalez er orðinn 34 ára gamall en samningur hans við Schalke rennur út 2012. Raul hefur skorað 22 mörk í 55 leikjum fyrir Schalke síðan að hann kom til liðsins frá Real Madrid síðasta sumar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×