Íslenski boltinn

Pétur í tveggja leikja bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pétur fær hér að líta rauða spjaldið í gær.
Pétur fær hér að líta rauða spjaldið í gær. Mynd/Daníel
Pétur Viðarsson var í dag dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í viðureign Víkings og FH í gær.

Þetta var önnur brottvísun Péturs í sumar en hina fékk han í leik FH gegn Val þann 25. júlí síðastliðinn. Þess má svo geta að Pétur er þar að auki á þremur gulum spjöldum og fer því í bann ef hann fær eitt til viðbótar.

Alls voru níu leikmenn í Pepsi-deild karla úrskurðaðir í leikbann á fundi Aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í dag.

ÍBV var sektað um tíu þúsund krónur þar sem að Dragan Kazic, starfsmaður ÍBV, var rekinn upp í stúku á leik liðsins gegn Breiðabliki í gærkvöldi.

Pepsi-deild karla:

Pétur Viðarsson, FH (2 leikir)

Ingimundur Níels Óskarsson, Fylki

Valur Fannar Gíslason, Fylki

Haraldur Freyr Guðmundsson, Keflavík

Skúli Jón Friðgeirsson, KR

Nikolaj Pedersen, Stjörnunni

Andri Fannar Stefánsson, Val

Sigurður Egill Lárusson, Víkingi

Janez Vrenko, Þór

1. deild karla:

Geir Kristinsson, Fjölni

Kristján Ómar Björnsson, Haukum

Gary Martin, ÍA

Joe Tillen, Selfossi

Pepsi-deild kvenna:

Fjolla Shala, Fylki

Bojana Besic, Þór/KA




Fleiri fréttir

Sjá meira


×