Íslenski boltinn

Breiðablik vann Fylki - Valur og ÍBV unnu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valskonur fögnuðu í kvöld.
Valskonur fögnuðu í kvöld. Mynd/Valli
Þrír leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Valur og ÍBV unnu nokkuð þægilega sigra en Breiðablik vann sigur á Fylki í jöfnum slag.

Valur komst í 32 stig með 4-0 sigri á Aftureldingu en liðið er þó sjö stigum á eftir toppliði Stjörnunnar. ÍBV er svo með 27 stig í þriðja sætinu eftir 3-0 sigur á KR.

Breiðablik komst upp að hlið Fylkis með 2-1 sigri í leik liðanna í kvöld en bæði lið eru með 20 stig í 5.-6. sætinu.

Úrslit og markaskorarar:

ÍBV - KR 4-0

Berglind Björg Þorvaldsdóttir 2

Kristín Erna Sigurlásdóttir

Vesna Smiljkovic

Breiðablik - Fylkir 2-1

Rakel Ýr Einarsdóttir, Fanndís Friðriksdóttir - Anna Björg Björnsdóttir.

Valur - Afturelding 4-0

1-0 Laufey Ólafsdóttir (7.)

2-0 Rakel Logadóttir (39.)

3-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.)

4-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (65.)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×