Íslenski boltinn

Þór sektað vegna framkomu stuðningsmanna í bikarúrslitaleiknum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Þórs.
Stuðningsmenn Þórs.
Stuðningsmenn Þórsara vöktu mikla athygli fyrir frammistöðu sína í bikarúrslitaleiknum á móti KR á laugardaginn enda sungu þeir til sinna manna allan tímann. Mjölnismenn kveiktu á blysum í stúkunni sem er vitanlega stranglega bannað.

Á fundi aga- og úrskurðarnefndar KSÍ í gær var samþykkt að sekta Þór um 35.000 krónur vegna framkomu stuðningsmanna félagsins í umræddum bikarúrslitaleik sem KR vann 2-0.

Þetta er í annað skiptið á þessu keppnistímabili þar sem aga- og úrskurðarnefndin tekur fyrir framkomu stuðningsmanna Þórs og er því sektin því hærri en ella. Hún var 10 þúsund í júlí þegar Þór var sektað vegna skorts á öryggisgæslu eftir leik Þórs og Vals í Pepsi-deild karla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×