Enski boltinn

Cardiff tapaði fyrir nýliðunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ashley Barnes skoraði tvö mörk fyrir Brighton í kvöld.
Ashley Barnes skoraði tvö mörk fyrir Brighton í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Cardiff City tapaði í kvöld fyrir nýliðum Brighton í ensku B-deildinni, 3-1, á heimavelli. Aron Einar Gunnarsson lék ekki með Cardiff vegna meiðsla.

Bæði lið höfðu unnið báða leiki sína á tímabilinu til þessa en Brighton er nú á toppnum ásamt Southampton. Bæði lið því með níu stig.

Blackpool, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor, tapaði sínum fyrstu stigum í kvöld er liðið lá fyrir Derby á heimavelli, 1-0.

Úrslit kvöldsins:

Cardiff City - Brighton & Hove Albion 1-3

Milwall - Peterborough 2-2

Leicester - Bristol City 1-2

Blackpool - Derby County 0-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×