Íslenski boltinn

Gary Martin á leið til Danmerkur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Martin, til hægri, í leik með ÍA í sumar.
Gary Martin, til hægri, í leik með ÍA í sumar. Mynd/Guðmundur Bjarki
Gary Martin, leikmaður ÍA, mun vera á leið til danska B-deildarfélagsins Hjörring þar sem hann leika á lánssamningi til áramóta.

Martin hefur slegið í gegn með Skaganum í sumar en ÍA tryggði sér í gær sæti í efstu deild á ný. Hann er næstmærkahæsti leikmaður liðsins í sumar með níu mörk.

Fótbolti.net greinir frá þessu í kvöld og þá staðhæfir Mark Doninger, liðsfélagi Martin hjá IA, þetta einnig á Twitter-síðu sinni.

Einni umferð er lokið í dönsku B-deildinni og tapaði Hjörring fyrir Viborg í henni, 4-0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×