Íslenski boltinn

Þorsteinn: Fellur allt með KR þessa dagana

Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar
Þorsteinn í leik í sumar.
Þorsteinn í leik í sumar.
Þorsteinn Ingason, fyrirliði Þórs, var svekktur eftir tapið fyrir KR í kvöld. Honum fannst vítaspyrnan sem KR fékk ekki réttmæt.

"Ég er sársvekktur með þetta tap. Við lögðum mikið í leikinn en uppskárum ekki neitt. Þeir skora mark úr ansi ódýrri vítaspyrnu fannst mér og jafna leikinn."

"Við reyndum að sækja en það gekk lítið. Svo bregðumst við ekki nógu vel við auka- og hornspyrnum þeirra. Við ætluðum að koma til baka eftir tapið í bikarúrslitunum og sýna að það er hægt að vinna KR en það er allt að falla með KR þessa dagana."

"Úr þessu verður maður bara að vona að þeir verði meistarar," sagði fyrirliðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×