Erlent

Safna saman eigum fólksins í Útey

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Norska lögreglan byrjar að safna eigum fólksins í dag. Mynd/ afp.
Norska lögreglan byrjar að safna eigum fólksins í dag. Mynd/ afp.
Norska lögreglan byrjar í dag á því þungbæra verkefni að taka saman eigur fólks sem var statt í Útey þegar hryðjuverkamaðurinn Breivik hóf skotárás þar. Ragnar Karlsen, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við norska ríkisútvarpið að verkefninu gæti verið lokið á föstudaginn. Tugir manna taki þátt í verkefninu.

Ragnar segir að þetta sé mjög krefjandi verkefni því að meðhöndla þurfi alla hluti af virðingu. Hann segir að lögreglan og norski Verkamannaflokkurinn hafi komist að samkomulagi um það hvað gera eigi við hlutina.

Eitthvað verður varðveitt sem sönnunargögn, einhverju verður skilað til eigenda sinna eða aðstandenda þeirra og einhverju verður fargað. „Það er reynslumikið og mjög duglegt fólk sem er þarna úti á eyjunni," segir Ragnar Karlsen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×