Umfjöllun: Tryggvi með tvö í sigri ÍBV Eiríkur Stefán Ásgeirsson á Fylkisvelli skrifar 3. ágúst 2011 13:43 Ingimundur Níels Óskarsson og félagar í Fylki taka á móti Eyjamönnum í kvöld. Myndir/Anton ÍBV gaf ekkert eftir í toppbaráttunni í Pepsi-deild karla í kvöld með 3-1 sigri á andlausu Fylkisliði í Árbænum. Óhætt er að segja að Tryggvi Guðmundsson hafi átt stórleik fyrir Eyjamenn í kvöld en hann skoraði tvö mörk fyrir liðið auk þess að leggja eitt mark upp. Öll mörk ÍBV komu í fyrri hálfleik. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði svo mark Fylkis undir lok leiksins en sigur ÍBV var þá löngu tryggður. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, gerði fimm breytingar á sínu liði í dag og setti til að mynda fjóra erlenda leikmenn á bekkinn eftir tapið gegn Þór í bikarkeppninni fyrir helgi. Þær breytingar skiluðu heldur betur tilætluðum árangri því Eyjamenn réðu leiknum frá fyrstu mínútu. Þórarinn Ingi Valdimarsson var settur sem fremsti maður í sókn og það bar árangur strax á áttundu mínútu er hann kom ÍBV yfir eftir mark af stuttu færi og eftir sendingu Tryggva. Eftir þetta var örlítið líf í Fylkismönnum sem komu sér í tvö álitleg færi. En eftir að Tryggvi kom ÍBV í 2-0 eftir 24 mínútna leik voru vonir þeirra í raun endanlega úti. Tryggvi skoraði með skoti af vítateigslínu en boltinn hafði viðkomu og breytti um stefnu á Davíð Ásbjörnssyni og því óvíst hvort að Tryggvi fái á endanum markið skráð á sig. Tryggvi skoraði svo aftur á 43. mínútu og þá sitt 122. mark í sumar. Honum vantar nú fjögur mörk í viðbót til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, reyndi að koma einhverju skipulagi á leik sinna manna í síðari hálfleik sem náðu þó að halda marki sínu hreinu þá. Fylkismenn spiluðu vissulega betur í seinni hálfleik en gekk þó illa að skapa sér almennileg færi. Árbæingar sakna mjög sinna sterku miðjumanna sem byrjuðu mótið svo vel með þeim appelsínugulu. En nú eru Gylfi Einarsson og Baldur Bett meiddir og Andrés Már Jóhannesson hefur verið seldur til Noregs. Þeir sem leystu þá af hólmi í dag náðu ekki að fylla í þeirra skörð. Eyjamenn héldu hins vegar sínu góða skipulagi á sínum leik og sigldu góðum sigri örugglega í heimahöfn. Með slíkri spilamennsku eru þeir áfram til alls líklegir í sumar.Fylkir – ÍBV 3-1 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson (6) Skot (á mark): 7–12 (4-5) Varin skot: Fjalar 2 – Albert 3 Hornspyrnur: 4–6 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 3–2 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
ÍBV gaf ekkert eftir í toppbaráttunni í Pepsi-deild karla í kvöld með 3-1 sigri á andlausu Fylkisliði í Árbænum. Óhætt er að segja að Tryggvi Guðmundsson hafi átt stórleik fyrir Eyjamenn í kvöld en hann skoraði tvö mörk fyrir liðið auk þess að leggja eitt mark upp. Öll mörk ÍBV komu í fyrri hálfleik. Ásgeir Örn Arnþórsson skoraði svo mark Fylkis undir lok leiksins en sigur ÍBV var þá löngu tryggður. Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, gerði fimm breytingar á sínu liði í dag og setti til að mynda fjóra erlenda leikmenn á bekkinn eftir tapið gegn Þór í bikarkeppninni fyrir helgi. Þær breytingar skiluðu heldur betur tilætluðum árangri því Eyjamenn réðu leiknum frá fyrstu mínútu. Þórarinn Ingi Valdimarsson var settur sem fremsti maður í sókn og það bar árangur strax á áttundu mínútu er hann kom ÍBV yfir eftir mark af stuttu færi og eftir sendingu Tryggva. Eftir þetta var örlítið líf í Fylkismönnum sem komu sér í tvö álitleg færi. En eftir að Tryggvi kom ÍBV í 2-0 eftir 24 mínútna leik voru vonir þeirra í raun endanlega úti. Tryggvi skoraði með skoti af vítateigslínu en boltinn hafði viðkomu og breytti um stefnu á Davíð Ásbjörnssyni og því óvíst hvort að Tryggvi fái á endanum markið skráð á sig. Tryggvi skoraði svo aftur á 43. mínútu og þá sitt 122. mark í sumar. Honum vantar nú fjögur mörk í viðbót til að jafna markamet Inga Björns Albertssonar. Ólafur Þórðarson, þjálfari Fylkis, reyndi að koma einhverju skipulagi á leik sinna manna í síðari hálfleik sem náðu þó að halda marki sínu hreinu þá. Fylkismenn spiluðu vissulega betur í seinni hálfleik en gekk þó illa að skapa sér almennileg færi. Árbæingar sakna mjög sinna sterku miðjumanna sem byrjuðu mótið svo vel með þeim appelsínugulu. En nú eru Gylfi Einarsson og Baldur Bett meiddir og Andrés Már Jóhannesson hefur verið seldur til Noregs. Þeir sem leystu þá af hólmi í dag náðu ekki að fylla í þeirra skörð. Eyjamenn héldu hins vegar sínu góða skipulagi á sínum leik og sigldu góðum sigri örugglega í heimahöfn. Með slíkri spilamennsku eru þeir áfram til alls líklegir í sumar.Fylkir – ÍBV 3-1 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson (6) Skot (á mark): 7–12 (4-5) Varin skot: Fjalar 2 – Albert 3 Hornspyrnur: 4–6 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 3–2
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Sport „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn