Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason á Valsvelli skrifar 3. ágúst 2011 14:05 Haukur Páll og félagar í Val taka á móti Grindavík. Mynd/HAG Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu. Fyrri hálfleikur fór afar rólega af stað á Hlíðarenda. Framan af var lítið um færi. Christian Mouritsen átti skalla af stuttu færi eftir sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar en náði ekki að halda boltanum niðri. Annars bar hæst hjólhestaspyrnutilraun Atla Sveins Þórarinssonar utarlega í teignum sem lak framhjá markinu. Undir lok fyrri hálfleiks tók Alexander Magnússon á rás upp vinstri kantinn. Alexander, sem lék í stöðu vinstri bakvarðar í kvöld, sendi fínan bolta fyrir markið þar sem Magnús Björgvinsson skallaði boltann í varnarmann Vals og framhjá Haraldi í markinu. Markið þvert á gang leiksins og gestirnir yfir í hálfleik. Valsarar voru mun sprækari í síðari hálfleik og blésu til sóknar. Eftir aðeins fimm mínútna leik átti Guðjón Pétur frábæra sendingu á Matthías Guðmundsson sem afgreiddi boltann frábærlega í nærhornið. Valsarar sköpuðu sér færi í kjölfærið og komst Arnar Sveinn einn í gegn en missti boltann alltof langt frá sér. Annars gekk Valsmönnum lítið að ógna marki Óskars Péturssonar fyrr en í blálokin. Fyrst skoruðu Grindvíkingar næstum því sjálfsmark eftir hornspyrnu þegar boltinn hrökk í stönginni. Skömmu síðar átti Arnar Sveinn fínan skalla sem stefndi í fjærhornið en Óskar Pétursson náði á ótrúlegan hátt að verja. Valsmenn reyndu allt hvað þeir gátu og fengu einhverra hluta vegna sex mínútur í uppbótartíma en tókst ekki að skora. Svekkjandi jafntefli fyrir þá rauðklæddu sem töpuðu stigum fjórða leikinn í röð en Grindvíkingar geta þakkað fyrir stigið. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu. Fyrri hálfleikur fór afar rólega af stað á Hlíðarenda. Framan af var lítið um færi. Christian Mouritsen átti skalla af stuttu færi eftir sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar en náði ekki að halda boltanum niðri. Annars bar hæst hjólhestaspyrnutilraun Atla Sveins Þórarinssonar utarlega í teignum sem lak framhjá markinu. Undir lok fyrri hálfleiks tók Alexander Magnússon á rás upp vinstri kantinn. Alexander, sem lék í stöðu vinstri bakvarðar í kvöld, sendi fínan bolta fyrir markið þar sem Magnús Björgvinsson skallaði boltann í varnarmann Vals og framhjá Haraldi í markinu. Markið þvert á gang leiksins og gestirnir yfir í hálfleik. Valsarar voru mun sprækari í síðari hálfleik og blésu til sóknar. Eftir aðeins fimm mínútna leik átti Guðjón Pétur frábæra sendingu á Matthías Guðmundsson sem afgreiddi boltann frábærlega í nærhornið. Valsarar sköpuðu sér færi í kjölfærið og komst Arnar Sveinn einn í gegn en missti boltann alltof langt frá sér. Annars gekk Valsmönnum lítið að ógna marki Óskars Péturssonar fyrr en í blálokin. Fyrst skoruðu Grindvíkingar næstum því sjálfsmark eftir hornspyrnu þegar boltinn hrökk í stönginni. Skömmu síðar átti Arnar Sveinn fínan skalla sem stefndi í fjærhornið en Óskar Pétursson náði á ótrúlegan hátt að verja. Valsmenn reyndu allt hvað þeir gátu og fengu einhverra hluta vegna sex mínútur í uppbótartíma en tókst ekki að skora. Svekkjandi jafntefli fyrir þá rauðklæddu sem töpuðu stigum fjórða leikinn í röð en Grindvíkingar geta þakkað fyrir stigið. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira