Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason á Valsvelli skrifar 3. ágúst 2011 14:05 Haukur Páll og félagar í Val taka á móti Grindavík. Mynd/HAG Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu. Fyrri hálfleikur fór afar rólega af stað á Hlíðarenda. Framan af var lítið um færi. Christian Mouritsen átti skalla af stuttu færi eftir sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar en náði ekki að halda boltanum niðri. Annars bar hæst hjólhestaspyrnutilraun Atla Sveins Þórarinssonar utarlega í teignum sem lak framhjá markinu. Undir lok fyrri hálfleiks tók Alexander Magnússon á rás upp vinstri kantinn. Alexander, sem lék í stöðu vinstri bakvarðar í kvöld, sendi fínan bolta fyrir markið þar sem Magnús Björgvinsson skallaði boltann í varnarmann Vals og framhjá Haraldi í markinu. Markið þvert á gang leiksins og gestirnir yfir í hálfleik. Valsarar voru mun sprækari í síðari hálfleik og blésu til sóknar. Eftir aðeins fimm mínútna leik átti Guðjón Pétur frábæra sendingu á Matthías Guðmundsson sem afgreiddi boltann frábærlega í nærhornið. Valsarar sköpuðu sér færi í kjölfærið og komst Arnar Sveinn einn í gegn en missti boltann alltof langt frá sér. Annars gekk Valsmönnum lítið að ógna marki Óskars Péturssonar fyrr en í blálokin. Fyrst skoruðu Grindvíkingar næstum því sjálfsmark eftir hornspyrnu þegar boltinn hrökk í stönginni. Skömmu síðar átti Arnar Sveinn fínan skalla sem stefndi í fjærhornið en Óskar Pétursson náði á ótrúlegan hátt að verja. Valsmenn reyndu allt hvað þeir gátu og fengu einhverra hluta vegna sex mínútur í uppbótartíma en tókst ekki að skora. Svekkjandi jafntefli fyrir þá rauðklæddu sem töpuðu stigum fjórða leikinn í röð en Grindvíkingar geta þakkað fyrir stigið. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu. Fyrri hálfleikur fór afar rólega af stað á Hlíðarenda. Framan af var lítið um færi. Christian Mouritsen átti skalla af stuttu færi eftir sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar en náði ekki að halda boltanum niðri. Annars bar hæst hjólhestaspyrnutilraun Atla Sveins Þórarinssonar utarlega í teignum sem lak framhjá markinu. Undir lok fyrri hálfleiks tók Alexander Magnússon á rás upp vinstri kantinn. Alexander, sem lék í stöðu vinstri bakvarðar í kvöld, sendi fínan bolta fyrir markið þar sem Magnús Björgvinsson skallaði boltann í varnarmann Vals og framhjá Haraldi í markinu. Markið þvert á gang leiksins og gestirnir yfir í hálfleik. Valsarar voru mun sprækari í síðari hálfleik og blésu til sóknar. Eftir aðeins fimm mínútna leik átti Guðjón Pétur frábæra sendingu á Matthías Guðmundsson sem afgreiddi boltann frábærlega í nærhornið. Valsarar sköpuðu sér færi í kjölfærið og komst Arnar Sveinn einn í gegn en missti boltann alltof langt frá sér. Annars gekk Valsmönnum lítið að ógna marki Óskars Péturssonar fyrr en í blálokin. Fyrst skoruðu Grindvíkingar næstum því sjálfsmark eftir hornspyrnu þegar boltinn hrökk í stönginni. Skömmu síðar átti Arnar Sveinn fínan skalla sem stefndi í fjærhornið en Óskar Pétursson náði á ótrúlegan hátt að verja. Valsmenn reyndu allt hvað þeir gátu og fengu einhverra hluta vegna sex mínútur í uppbótartíma en tókst ekki að skora. Svekkjandi jafntefli fyrir þá rauðklæddu sem töpuðu stigum fjórða leikinn í röð en Grindvíkingar geta þakkað fyrir stigið. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira