Umfjöllun: Grindvíkingar stálu stigi á Hlíðarenda Kolbeinn Tumi Daðason á Valsvelli skrifar 3. ágúst 2011 14:05 Haukur Páll og félagar í Val taka á móti Grindavík. Mynd/HAG Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu. Fyrri hálfleikur fór afar rólega af stað á Hlíðarenda. Framan af var lítið um færi. Christian Mouritsen átti skalla af stuttu færi eftir sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar en náði ekki að halda boltanum niðri. Annars bar hæst hjólhestaspyrnutilraun Atla Sveins Þórarinssonar utarlega í teignum sem lak framhjá markinu. Undir lok fyrri hálfleiks tók Alexander Magnússon á rás upp vinstri kantinn. Alexander, sem lék í stöðu vinstri bakvarðar í kvöld, sendi fínan bolta fyrir markið þar sem Magnús Björgvinsson skallaði boltann í varnarmann Vals og framhjá Haraldi í markinu. Markið þvert á gang leiksins og gestirnir yfir í hálfleik. Valsarar voru mun sprækari í síðari hálfleik og blésu til sóknar. Eftir aðeins fimm mínútna leik átti Guðjón Pétur frábæra sendingu á Matthías Guðmundsson sem afgreiddi boltann frábærlega í nærhornið. Valsarar sköpuðu sér færi í kjölfærið og komst Arnar Sveinn einn í gegn en missti boltann alltof langt frá sér. Annars gekk Valsmönnum lítið að ógna marki Óskars Péturssonar fyrr en í blálokin. Fyrst skoruðu Grindvíkingar næstum því sjálfsmark eftir hornspyrnu þegar boltinn hrökk í stönginni. Skömmu síðar átti Arnar Sveinn fínan skalla sem stefndi í fjærhornið en Óskar Pétursson náði á ótrúlegan hátt að verja. Valsmenn reyndu allt hvað þeir gátu og fengu einhverra hluta vegna sex mínútur í uppbótartíma en tókst ekki að skora. Svekkjandi jafntefli fyrir þá rauðklæddu sem töpuðu stigum fjórða leikinn í röð en Grindvíkingar geta þakkað fyrir stigið. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Valur og Grindavík skildu jöfn 1-1 á Hlíðarenda í kvöld. Óhætt er að segja að Grindvíkingar hafi sloppið með skrekkinn enda skoruðu þeir mark sitt úr eina færi þeirra í leiknum. Valsarar skutu 21 sinni að marki en aðeins einu sinni hafnaði boltinn í netinu. Fyrri hálfleikur fór afar rólega af stað á Hlíðarenda. Framan af var lítið um færi. Christian Mouritsen átti skalla af stuttu færi eftir sendingu Guðjóns Péturs Lýðssonar en náði ekki að halda boltanum niðri. Annars bar hæst hjólhestaspyrnutilraun Atla Sveins Þórarinssonar utarlega í teignum sem lak framhjá markinu. Undir lok fyrri hálfleiks tók Alexander Magnússon á rás upp vinstri kantinn. Alexander, sem lék í stöðu vinstri bakvarðar í kvöld, sendi fínan bolta fyrir markið þar sem Magnús Björgvinsson skallaði boltann í varnarmann Vals og framhjá Haraldi í markinu. Markið þvert á gang leiksins og gestirnir yfir í hálfleik. Valsarar voru mun sprækari í síðari hálfleik og blésu til sóknar. Eftir aðeins fimm mínútna leik átti Guðjón Pétur frábæra sendingu á Matthías Guðmundsson sem afgreiddi boltann frábærlega í nærhornið. Valsarar sköpuðu sér færi í kjölfærið og komst Arnar Sveinn einn í gegn en missti boltann alltof langt frá sér. Annars gekk Valsmönnum lítið að ógna marki Óskars Péturssonar fyrr en í blálokin. Fyrst skoruðu Grindvíkingar næstum því sjálfsmark eftir hornspyrnu þegar boltinn hrökk í stönginni. Skömmu síðar átti Arnar Sveinn fínan skalla sem stefndi í fjærhornið en Óskar Pétursson náði á ótrúlegan hátt að verja. Valsmenn reyndu allt hvað þeir gátu og fengu einhverra hluta vegna sex mínútur í uppbótartíma en tókst ekki að skora. Svekkjandi jafntefli fyrir þá rauðklæddu sem töpuðu stigum fjórða leikinn í röð en Grindvíkingar geta þakkað fyrir stigið. Hér fyrir neðan má sjá allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins, leikmannahópa liðanna auk textalýsingar frá blaðamanni Vísis á vellinum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Íslenski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira