Íslenski boltinn

Umfjöllun: Víkingur stal stigi

Guðmundur Marinó Ingvarsson á Víkingsvelli skrifar
Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi taka á móti Stjörnumönnum.
Helgi Sigurðsson og félagar í Víkingi taka á móti Stjörnumönnum. Mynd/Stefán
Víkingur náði í mikilvægt stig í fallbaráttunni þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli gegn Stjörnunni. Varamaðurinn Björgólfur Takefusa sem virðist koma í hörkuformi úr meiðslum jafnaði metin þegar fimm mínútur voru komar fram yfir venjulegan leiktíma. Rausnarlegur viðbótartími hjá Valgeiri sem Víkingar fagna og Stjörnumenn furða sig á.

Stjarnan var mikið betri aðilinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Liðið var mikið með boltann og sóknir Víkinga í fyrri hálfleik má telja með fingrum annarrar handar. Þrátt fyrir þessa yfirburði fengu liðin jafn mörg dauðafæri og voru Víkingar fyrri til. Viktor Jónsson skallaði fram hjá dauðafrír á markteig eftir horn og skömmu seinna varði Magnús Þormar meistaralega frá Jóhanni Laxdal.

Stjarnan hóf seinni hálfleikinn líka betur þó Víkingar hafi verið öllu beittar fram á við. Liðið náði á pressa vel á Víkinga en þurftu hjálp til að skora þegar Gunnar Einarsson setti boltann í eigið net undir pressu frá Ellerti Hreinssyni.

Það var eins og annað Víkingslið væri á vellinum eftir að þeir tóku miðju. Liðið var mun beittara og munaði miklu um að Björgólfur Takefusa var kominn inná. Hann lét mikið til sín taka og var hættulegur í teignum en hann átti meðal annars skot í stöng.

Stjarnan fékk þó sín færi enda Víkingar fjölmennir í sókninni á kostnað varnarinnar og fóru illa með eitt slíkt þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma og fyrir það var þeim refsað þegar Björgólfur skoraði með síðustu spyrnu leiksins.

Stjarnan lék vel eins og oft áður í sumar en missti af mikilvægum stigum í baráttunni um Evrópusæti. Víkingar börðust af krafti og þó knattspyrnan hafi á löngum köflum ekki virkað markviss, þá sérstaklega fram á við er ljóst að Bjarnólfur þjálfari leggur hart að því við sitt lið að vinna vel og vera þéttir varnarlega og nú er spurning hvort þetta stig geti orðið til að Víkingur komist á flug og nái að safna nógu mörgum stigum til að herja að Grindavík sem virðist vera eina liðið sem botnliðin geti náð í von um að bjarga sér frá falli.

Víkingur-Stjarnan 1-1

0-1 Gunnar Einarsson (sjm) ´65

1-1 Björgólfur Takefusa

Víkingsvöllur. Áhorfendur: 1112

Dómari: Valgeir Valgeirsson 5

Tölfræðin:

Skot (á mark): 5-15 (3-3)

Varið: Magnús 2 – Ingvar 2

Hornspyrnur: 3-9

Aukaspyrnur fengnar: 12-10

Rangstöður: 9-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×