Íslenski boltinn

Ólafur: Lítið sjálfstraust í liðinu

Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli skrifar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson. mynd/daníel
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var þungur á brún eftir sjötta tap Blika í deildinni í sumar. Skal engan undra þar sem Íslandsmeistararnir eru komnir niður í níunda sæti deildarinnar.

„Ég var ósáttur við færanýtinguna í upphafi og svo að fá mark beint á eftir. Við féllum of langt frá þeim og þá kom markið,“ sagði Ólafur en hvað með andleysið í síðari hálfleik?

„Liðið hefur ekki mikið sjálfstraust eins og er. Þetta var að mörgu leyti bæting frá síðasta leik en við spiluðum ekki vel úr þeim stöðum sem við fengum í síðari hálfleik. Við ógnuðum FH nánast ekki neitt og ég er frekar ósáttur við hvað við vorum lélegir."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×