Íslenski boltinn

Eiður Aron: Mun spila með ÍBV aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Aron í leik með ÍBV í Evrópukeppninni fyrr í sumar.
Eiður Aron í leik með ÍBV í Evrópukeppninni fyrr í sumar. Mynd/HAG
„Tilfinningin var bæði góð og skrýtin,“ sagði Eiður Aron Sigurbjörnsson sem lék í kvöld sinn síðasta leik fyrir ÍBV þar sem hann er á leið til sænska félagsins Örebro.

Eiður Aron kvaddi ÍBV með viðeigandi hætti þar sem liðið vann 3-1 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld og komst með honum upp í annað sæti deildarinnar.

„Ég er sáttur við að skilja við strákana í toppbaráttunni. Ég er mjög spenntur fyrir atvinnumennskunni enda hef ég stefnt að því að komast í hana síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Loksins er það að gerast,“ sagði Eiður Aron.

„Auðvitað dauðlangar mig að klára tímabilið og reyna að taka titilinn enda hef ég aldrei unnið neitt með ÍBV. En það verður bara að gerast síðar. Ég spila með ÍBV aftur - það er bara spurning hvenær.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×