Íslenski boltinn

Fyrsta stig Bjarnólfs í húsi - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Hag
Víkingar náðu í sitt fyrsta stig undir stjórn Bjarnólfs Lárussonar þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Víkinni í gær. Björgólfur Takefusa snéri aftur eftir eftir meiðsli og tryggði Víkingum langþráð stig með marki í uppbótartíma.

Björólfur hafði ekki spilað síðan 29. maí og hann var búinn að missa af sex deildarleikjum í röð. Víkingsliðið hafði aðeins náð í 1 stig af 18 mögulegum stigum á þessum rúmu níu vikum síðan að Björgólfur meiddist.

Haraldur Guðjónsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum á Víkingsvellinum í gærkvöldi og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×