Enski boltinn

Upplýsingar um laun leikmanna Blackburn láku út

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
El Hadji Diouf hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Steve Kean stjóra Blackburn.
El Hadji Diouf hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Steve Kean stjóra Blackburn. Nordic Photos/AFP
Enska úrvalsdeildarfélagið Blackburn Rovers vill losna við nokkra leikmenn af launaskrá félagins. Upplýsingar um laun leikmannanna umræddu voru tekin saman í skjal til upplýsinga fyrir áhugasöm félög en hefur lekið út.

Breski slúðurmiðillinn Mirrofootball birtir upplýsingarnar um lærisveina Steve Kean á netinu í dag. Leikmennirnir sem um ræðir eru Keith Andrews, Vince Grella, El Hadji Diouf og Nikola Kalinic.

Diouf, Grella og Kalinic eru með 30 þúsund pund í vikulaun eða sem nemur eða 5,6 milljónir króna. Andrews er með skör lægra eða 21 þúsund pund, um 3,7 milljónir króna.

Blackburn hefur gengið illa að styrkja lið sitt fyrir komandi átök og virkað ósannfærandi á undirbúningstímabilinu. Talið er að indverskir eigendur félagsins vilji losna við umrædda leikmenn af launaskrá til þess að fjármagna kaup á nýjum leikmönnum.

Sjá frétt Mirrorfootball með nánari upplýsingar um einstaka samninga hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×