Enski boltinn

Joe Hart þrefaldar launin sín hjá Man City

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Joe Hart hefur leikið 11 landsleiki fyrir England.
Joe Hart hefur leikið 11 landsleiki fyrir England. Nordic Photos/Getty
Enski landsliðsmarkvörðurinn Joe Hart hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við Manchester City. Talið er að Hart þreföldi vikulaun sín með nýjum samningi.

Hart, sem er 24 ára, stóð sig frábærlega í marki City á síðustu leiktíð og hélt Shay Given til að mynda alfarið úti úr liðinu.

„Ég er í skýjunum að hafa skrifað undir nýjan samning. Það er spennandi að vera leikmaður City í dag," sagði Hart á heimasíðu City.

Hart stóð í marki City gegn erkifjendunum í Manchester United í Samfélagsskildinum í gær. City beið lægri hlut 3-2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×