Erlent

Breivik vill tala við fangelsisprest

Óli Tynes skrifar
Anders Breivik á leið í yfirheyrslu.
Anders Breivik á leið í yfirheyrslu.
Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur óskað eftir að ræða við fangelsisprestinn í Ila fangelsinu þar sem hann situr í einangrun. Fyrstu dagana í fangelsinu var Breivik kotroskinn og gerði hinar og þessar kröfur sem ekki var sinnt. Hann vildi til dæmis tala við japanska sálfræðinga þar sem þeir myndu skilja stríðsanda sinn betur en norskir norskir sálfræðingar.

Honum var meðal annars boðið að tala við fangelsisprest, en hafnaði því. Nú vill hann hinsvegar tala við prestinn. Lögfræðingur hans segir að Breivik hafi nú setið í einangrun í sautján daga og sé farinn að finna fyrir því. Hann tali ekki við neinn nema verjandann, fangaverði og lögregluna. Honum finnist hann vera mjög einangraður og vilji sjálfsagt bara tala við aðrar manneskjur.

Fangelsispresturinn, Odd Cato Kristiansen segir í samtali við norska Aftenposten að hann muni líklega ræða við Breivik einhverntíma í vikunni. Margir óski eftir viðtölum við fangelsisprestinn og það verði því að skammta tíma, þrjú kortér til klukkusund. Aðspurður um hvort hann myndi búa sig eitthvað sérstaklega undir samtal við Breivik segir presturinn að hann vilji ekkert fara út í þá sálma. Hann reyni að mæta öllum sem hann tali við með opnum huga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×