Enski boltinn

Rooney: Við tókum City-liðið í kennslustund

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney fagnar sigri í gær.
Wayne Rooney fagnar sigri í gær. Mynd/Nordic Photos/Getty
Wayne Rooney, framherji Mancehester United, var ánægður með ungu strákana á móti Manchester City í gær og er á því að Manchester United hafi gefið, nágrönnum sínum og væntanlegum erkifjendum á komandi tímabili, skýr skilboð með því að vinna 3-2 sigur í leik liðanna um Samfélagsskjöldinn á Wembley.

„Við sýndum hverjir eru með besta liðið. Við vorum með yfirburði allan leikinn og það var frábært að sjá ungu strákana og hversu góð áhrif þeir höfðu á liðið," sagði Wayne Rooney í viðtali við Guardian.

„Við þekkjum það ekki hvenær leikur er búinn og við sundurspiluðum þá," sagði Rooney en United var 0-2 undir í hálfleik. „Þetta voru sanngjörn úrslit. Við erum meistararnir og það lið sem allir þurfa að vinna. Við vildum sýna það og sanna í þessum leik," sagði Rooney en hann átti þátt í báðum mörkum Nani í leiknum.

„Þeir ætla augljóslega að berjast um titilinn en það var bara eitt lið á vellinum sem vildi vinna þennan leik. Við vorum með yfirburði í fyrri hálfleik en þeir áttu fimm mínútur sem skiluðu þeim tveimur mörkum. Við sýndum okkar karakter með því að koma til baka," sagði Rooney í viðtali við Guardian og hann var í enn meiri ham á twitter-síðu sinni seinna um kvöldið.

„Við tókum City-liðið í kennslustund. Þetta var frábær sigur fyrir meistarana," skrifaði Rooney á twitter-síðu sína.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×