Enski boltinn

Landsleik Englands og Hollands aflýst

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Dirk Kuyt og Gareth Barry mætast næst í búningum félagsliða sinna.
Dirk Kuyt og Gareth Barry mætast næst í búningum félagsliða sinna. Nordic Photos/AFP
Enska knattspyrnusambandið hefur tekið þá ákvörðun að aflýsa æfingaleik Englands og Hollands sem fram átti að fara á Wembley á miðvikudagskvöld. Ástæðan eru óeirðirnar í London undanfarna þrjá daga.

Í gær ákvað sambandið að fresta leikjum hjá Lundúnarfélögunum Charlton, West Ham, Crystal Palace auk Bristol City. Liðin áttu heimaleiki í deildabikarnum í kvöld.

Tæpt ár er í að Ólympíuleikarnir fari fram í London. Forsvarsmenn leikanna segja að óeirðirnar ættu ekki að hafa áhrif á undirbúninginn.

„Þetta ástand gerir Ólympíuleikana og Ólympíuleika fatlaðra enn mikilvægari. Við þurfum ástæðu til þess að koma saman,“ sagði talsmaður leikanna. Hann sagðist ekki vita til þess að neinar skemmdir hefðu verið unnar á mannvirkjum leikanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×