Enski boltinn

Leikmenn Blackburn í skelfilegri kjúklingaauglýsingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ólíklegt er að nokkur leikmanna Blackburn Rovers í ensku úrvalsdeildinni hefðu samþykkt að leika í auglýsingu nokkurri ef auglýsandinn hefði ekki verið vinnuveitandi þeirra.

Auglýsingin er fyrir Venky's, kjúklingafyrirtækið frá Indlandi, en fyrirtækið er eigandi Blackburn Rovers. Í auglýsingunni sjást leikmenn á borð við Ryan Nelsen, Paul Robinson og David Dunn signa sig áður en þeir taka til við að úða í sig kryddaða kjúklingaleggi.

Leikmenn Blackburn Rovers eru ekki þeir fyrstu til þess að auglýsa kjúkling á Englandi. Fjölmörg ár eru síðan Ian Wright auglýsti Chicken Tonight matvöruna á sinn einstaka hátt. Sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×