Erlent

Harmleikurinn í Noregi: Sprengjan var 500 kíló að þyngd

Anders myrti að minnsta kosti 85 ungmenni á eyjunni Útey. Hægt er að sjá myndina stærri með því að smella á hana.
Anders myrti að minnsta kosti 85 ungmenni á eyjunni Útey. Hægt er að sjá myndina stærri með því að smella á hana. Mynd/AFP
Sprengjan sem sprakk í Osló í gær var að minnsta kosti 500 kíló að þyngd, segir yfirmaður norsku sprengjudeildarinnar, Per Nergaard.

Anders Behring Beirvik, sem er talinn bera ábyrgð á sprengjunni og hafa svo skotið að minnsta kosti 85 ungmenni á eyjunni Útey, stofnaði garðyrkjufyrirtæki árið 2009 og sagðist ætla að rækta grænmeti og rótarávexti. Slík fyrirtæki geta keypt mikið af áburði án þess að það veki sérstaka athygli en slíkan áburð er hægt að nota sem sprengiefni. Gögn hafa fundist sem sýna fram á að Anders keypti sex tonn af áburði í vor.

Norska lögreglan telur að Beirvik hafi notað áburðinn í sprengjuna sem var sprengd í miðborg Oslóar í gær. Hún var staðsett í bíl eða sendibifreið sem var lagt við stjórnarbyggingar í borginni. Myndband sýnir að Anders kom bifreiðinni fyrir. Alls hafa 92 fundist látnir og yfir tíu er enn saknað.

Fréttastofan TV2 birti svo í kvöld hluta úr dagbók Beirvik, en þar kemur meðal annars fram að það hafi tekið hann 80 daga að búa til sprengjuna.

Ekki hefur fengið staðfest hvort að Beirvik var einn að verki og norska lögreglan hefur ekki útilokað að hann hafi átt sér vitorðsmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×