Erlent

Breivik ætlaði að myrða Gro Harlem Brundtland

Fram hefur komið við yfirheyrslur að norski fjöldamorðinginn, Anders Behring ætlaði sér að myrða Gro Harlem Brundtland fyrrum forsætisráðherra Noregs. Hún var stödd í Útey s.l. föstudag en var farin af staðnum þegar Breivik hóf skothríð sína.

Breivik, verður leiddur fyrir dómara klukkan 11 að okkar tíma þar sem taka á fyrir kröfu um gæsluvarðhald yfir honum. Breivik hefur sjálfur óskað eftir því að þetta réttarhald verði opið en lögreglan vill að um lokað réttarhald verði að ræða. Þá hefur Breivik, að sögn lögmanns hans, óskað eftir því að vera viðstaddur í einkennisbúningi en lögmaðurinn veit ekki um hvaða búning er að ræða.

Norsk stjórnvöld hafa beðið þegna sína um að halda einnar mínútna þögn í hádeginu í dag til að minnast fórnarlamba Breivik og hið sama hafa öll stjórnvöld á Norðurlöndunum þar á meðal Íslands beðið þegna sína um.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×