Íslenski boltinn

Umfjöllun: Tíu FH-ingar sáu um Val

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Mynd/Hag
Þrátt fyrir að leika einum færri frá 56. mínútu sigraði FH Val 3-2 á heimavelli sínu að Kaplakrika í kvöld en Valur var 2-1 yfir þegar Pétur Viðarsson nældi sér í tvö gul spjöld á átta mínútna kafla.

Það var boðið upp á fínan fótbolta á Kaplakrikaveli í kvöld þar sem bæði lið freistuðu þess að láta boltann ganga á góðu grasinu. Liðin skiptust á að sækja framan af en FH komst yfir með sínu fyrsta skoti á mark Vals á 14. mínútu. Valur sótti heldur meira er leið á hálfleikinn og náðu að skora í tvígang áður en fyrri hálfleik lauk en Haraldur Björnsson sá til þess að Matthías Vilhjálmsson bætti ekki við mörkum fyrir FH en hann varði tvo skalla hans á markteig mjög vel.

Valur hóf seinni hálfleik af krafti og virtist mun líklegra liðið til að skora þangað til Pétur fékk að líta rauða spjaldið. FH jafnaði tveimur mínútum síðar og var í raun sterkari aðilinn eftir rauða spjaldið. Valur reyndi hvað það gat að jafna metin eftir að Atli Guðnason kom FH yfir en allt kom fyrir ekki og stigin þrjú fóru í Hafnarfjörð.

FH lyfti sér í fjórða sætið með sigrinum og 19 stig, átta stigum á eftir KR og halda bikarmeistararnir því enn í vonina um að ná toppliðinu þegar 10 umferðir eru eftir. Valur er sem fyrr í öðru sæti, fjórum stigum á eftir KR sem á leik til góða gegn ÍBV.

FH-Valur 3-2

1-0 Matthías Vilhjálmsson ´14

1-1 Haukar Páll Sigurðsson ´31

1-2 Christian Mouritsen ´45

2-2 Matthías Vilhjálmsson ´57

3-2 Atli Guðnason ´73

Kaplakrikavöllur. Áhorfendur: ekki uppgefið

Dómari: Kristinn Jakobsson 7

Tölfræðin:

Skot (á mark): 7-11 (5-10)

Varið: Gunnleifur 8 – Haraldur 2

Hornspyrnur: 4-7

Aukaspyrnur fengnar: 14-16

Rangstöður: 0-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×