Erlent

Vilja alheimsástak gegn lifrarbólgu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérfræðingar á heilbrigðissviði kalla eftir alheimsátaki til að kljást við veirur sem orsaka lifrarbólgu. Talið er að um 10 milljónir manna í öllum heiminum séu sýktir af lifrarbólgu C en um 1,3 milljónir hafi lifrarbólgu B.

Í grein í læknatímaritinu Lancet segja sérfræðingarnir að einungis lítill hluti þeirra sem gætu nýtt sér lyfjameðferð fái slíka meðferð. Þeir segja jafnframt að einungis eitt af hverjum fimm börnum sem fæðast í heiminum séu bólusett við lifrarbólgu B.

Sérfræðingarnir benda jafnframt á tölur sem sýna að um 67% af sprautufíklum í heiminum hafi fengið lifrabólgu C og um 10% hafi smitast af lifrarbólgu B.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.