Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Guðmundur Marinó Ingvarsson í Keflavík skrifar 11. júlí 2011 22:13 Willum Þór Þórsson. Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. „Þetta var heilsteyptur og góður leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var kannski það besta sem við höfum sýnt í sumar og svo komum við mjög kraftmiklir inn í seinni hálfleikinn en það kom aðeins hrollur í okkur þegar þeir minnka muninn og við féllum til baka og fórum að verja forskotið. Þá var maður ekki rólegur því Víkingsliðið hefur sýnt það í sumar að það er hörku fótboltalið en svo fengum við færi til að klára leikinn en markvörður þeirra var vel á verði. Ég er ofsalega ánægður leikinn í kvöld,“ sagði Willum. Fyrir leikinn í kvöld munaði aðeins fjórum stigum á Víkingi og Keflavík og því ljóst að heimamenn hefðu sogast af krafti niður í fallbaráttuna með ósigri í kvöld. „Við fórum yfir þessi mál og ákváðum að við værum að fara í mikla fallbaráttuslagi á móti Fram og Víkingi þar sem þurfti sterkt hugarfar og stórt Keflavíkurhjarta og það tókum við með okkur í þessa leiki. Það er fyrst og fremst hugarfarið, baráttan og samstaðan í liðinu sem hefur siglt þessu heim,“ sagði Willum sem hefur verið hvergi banginn við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í sumar þrátt fyrir brösótt gengi og hafa ungu leikmennirnir þakkað traustið. „Þeir eru stór hluti af hópnum. Góð lið þróast og mótast og þeir mæta á hverja æfingu til að berja sig inn í liðið. Þeir unnu mjög vel í vetur, mættu vel á aukaæfingar og borðuðu hafragraut og tóku lýsi og æfðu sendingar og móttöku og það er engin tilviljun að þeir séu að láta að sér kveða.“ Verkefni Willum á næstunni er að kalla fram viðlíka leik hjá sínu liði og í fyrri hálfleik í kvöld. „Nú eru vellirnir orðnir þannig að hægt er að láta boltann fljóta og menn eru komnir í almennilegt leikform. Við höfum farið í gegnum rosalega leikjatörn. Við fengum aðeins hvíld inn á milli en vissum að við gætum komið ferskir til leiks og sóknarfærslurnar virkuðu í fyrsta sinn í sumar í dag,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06 Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. „Þetta var heilsteyptur og góður leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var kannski það besta sem við höfum sýnt í sumar og svo komum við mjög kraftmiklir inn í seinni hálfleikinn en það kom aðeins hrollur í okkur þegar þeir minnka muninn og við féllum til baka og fórum að verja forskotið. Þá var maður ekki rólegur því Víkingsliðið hefur sýnt það í sumar að það er hörku fótboltalið en svo fengum við færi til að klára leikinn en markvörður þeirra var vel á verði. Ég er ofsalega ánægður leikinn í kvöld,“ sagði Willum. Fyrir leikinn í kvöld munaði aðeins fjórum stigum á Víkingi og Keflavík og því ljóst að heimamenn hefðu sogast af krafti niður í fallbaráttuna með ósigri í kvöld. „Við fórum yfir þessi mál og ákváðum að við værum að fara í mikla fallbaráttuslagi á móti Fram og Víkingi þar sem þurfti sterkt hugarfar og stórt Keflavíkurhjarta og það tókum við með okkur í þessa leiki. Það er fyrst og fremst hugarfarið, baráttan og samstaðan í liðinu sem hefur siglt þessu heim,“ sagði Willum sem hefur verið hvergi banginn við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í sumar þrátt fyrir brösótt gengi og hafa ungu leikmennirnir þakkað traustið. „Þeir eru stór hluti af hópnum. Góð lið þróast og mótast og þeir mæta á hverja æfingu til að berja sig inn í liðið. Þeir unnu mjög vel í vetur, mættu vel á aukaæfingar og borðuðu hafragraut og tóku lýsi og æfðu sendingar og móttöku og það er engin tilviljun að þeir séu að láta að sér kveða.“ Verkefni Willum á næstunni er að kalla fram viðlíka leik hjá sínu liði og í fyrri hálfleik í kvöld. „Nú eru vellirnir orðnir þannig að hægt er að láta boltann fljóta og menn eru komnir í almennilegt leikform. Við höfum farið í gegnum rosalega leikjatörn. Við fengum aðeins hvíld inn á milli en vissum að við gætum komið ferskir til leiks og sóknarfærslurnar virkuðu í fyrsta sinn í sumar í dag,“ sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06 Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Sjá meira
Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06
Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12