Willum: Fyrri hálfleikur það besta hjá okkur í sumar Guðmundur Marinó Ingvarsson í Keflavík skrifar 11. júlí 2011 22:13 Willum Þór Þórsson. Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. „Þetta var heilsteyptur og góður leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var kannski það besta sem við höfum sýnt í sumar og svo komum við mjög kraftmiklir inn í seinni hálfleikinn en það kom aðeins hrollur í okkur þegar þeir minnka muninn og við féllum til baka og fórum að verja forskotið. Þá var maður ekki rólegur því Víkingsliðið hefur sýnt það í sumar að það er hörku fótboltalið en svo fengum við færi til að klára leikinn en markvörður þeirra var vel á verði. Ég er ofsalega ánægður leikinn í kvöld,“ sagði Willum. Fyrir leikinn í kvöld munaði aðeins fjórum stigum á Víkingi og Keflavík og því ljóst að heimamenn hefðu sogast af krafti niður í fallbaráttuna með ósigri í kvöld. „Við fórum yfir þessi mál og ákváðum að við værum að fara í mikla fallbaráttuslagi á móti Fram og Víkingi þar sem þurfti sterkt hugarfar og stórt Keflavíkurhjarta og það tókum við með okkur í þessa leiki. Það er fyrst og fremst hugarfarið, baráttan og samstaðan í liðinu sem hefur siglt þessu heim,“ sagði Willum sem hefur verið hvergi banginn við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í sumar þrátt fyrir brösótt gengi og hafa ungu leikmennirnir þakkað traustið. „Þeir eru stór hluti af hópnum. Góð lið þróast og mótast og þeir mæta á hverja æfingu til að berja sig inn í liðið. Þeir unnu mjög vel í vetur, mættu vel á aukaæfingar og borðuðu hafragraut og tóku lýsi og æfðu sendingar og móttöku og það er engin tilviljun að þeir séu að láta að sér kveða.“ Verkefni Willum á næstunni er að kalla fram viðlíka leik hjá sínu liði og í fyrri hálfleik í kvöld. „Nú eru vellirnir orðnir þannig að hægt er að láta boltann fljóta og menn eru komnir í almennilegt leikform. Við höfum farið í gegnum rosalega leikjatörn. Við fengum aðeins hvíld inn á milli en vissum að við gætum komið ferskir til leiks og sóknarfærslurnar virkuðu í fyrsta sinn í sumar í dag,“ sagði Willum að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06 Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Willum Þór Þórsson var mjög sáttur að loknum sigurleiknum gegn Víkingi í kvöld enda lið hans að sýna einn sinn besta leik í sumar á iðagrænum Nettóvellinum í Keflavík. „Þetta var heilsteyptur og góður leikur hjá okkur. Fyrri hálfleikurinn var kannski það besta sem við höfum sýnt í sumar og svo komum við mjög kraftmiklir inn í seinni hálfleikinn en það kom aðeins hrollur í okkur þegar þeir minnka muninn og við féllum til baka og fórum að verja forskotið. Þá var maður ekki rólegur því Víkingsliðið hefur sýnt það í sumar að það er hörku fótboltalið en svo fengum við færi til að klára leikinn en markvörður þeirra var vel á verði. Ég er ofsalega ánægður leikinn í kvöld,“ sagði Willum. Fyrir leikinn í kvöld munaði aðeins fjórum stigum á Víkingi og Keflavík og því ljóst að heimamenn hefðu sogast af krafti niður í fallbaráttuna með ósigri í kvöld. „Við fórum yfir þessi mál og ákváðum að við værum að fara í mikla fallbaráttuslagi á móti Fram og Víkingi þar sem þurfti sterkt hugarfar og stórt Keflavíkurhjarta og það tókum við með okkur í þessa leiki. Það er fyrst og fremst hugarfarið, baráttan og samstaðan í liðinu sem hefur siglt þessu heim,“ sagði Willum sem hefur verið hvergi banginn við að gefa ungum leikmönnum tækifæri í sumar þrátt fyrir brösótt gengi og hafa ungu leikmennirnir þakkað traustið. „Þeir eru stór hluti af hópnum. Góð lið þróast og mótast og þeir mæta á hverja æfingu til að berja sig inn í liðið. Þeir unnu mjög vel í vetur, mættu vel á aukaæfingar og borðuðu hafragraut og tóku lýsi og æfðu sendingar og móttöku og það er engin tilviljun að þeir séu að láta að sér kveða.“ Verkefni Willum á næstunni er að kalla fram viðlíka leik hjá sínu liði og í fyrri hálfleik í kvöld. „Nú eru vellirnir orðnir þannig að hægt er að láta boltann fljóta og menn eru komnir í almennilegt leikform. Við höfum farið í gegnum rosalega leikjatörn. Við fengum aðeins hvíld inn á milli en vissum að við gætum komið ferskir til leiks og sóknarfærslurnar virkuðu í fyrsta sinn í sumar í dag,“ sagði Willum að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06 Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12 Mest lesið Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Íslenski boltinn Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Fleiri fréttir Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Sjá meira
Umfjöllun: Keflavík losaði sig úr fallbaráttunni Keflavík vann mikilvægan 2-1 sigur á Víkingi á heimavelli sínu í kvöld. Fyrir leikinn munaði aðeins fjórum stigum á liðunum og því ljóst að með sigri hefðu Víkingar sótt Keflavík í fallbaráttuna en með sigrinum er Keflavík nú sjö stigum frá fallsæti þar sem Víkingar sitja að því er virðist sem fastast. 11. júlí 2011 14:06
Andri: Vantar trú á verkefnið Andri Marteinsson þjálfari Víkings var eðlilega ósáttur eftir tapið gegn Keflavík í kvöld og óskar eftir því að leikmenn sýnir mæti til leiks með meira sjálfstraust. 11. júlí 2011 22:12
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn