Innlent

Ferðamenn aka ofan í ketil sem er að springa

Sigkatlar í Mýrdalsjökli
Sigkatlar í Mýrdalsjökli Mynd/Landhelgisgæslan
Stórhættulegar aðstæður eru komnar upp á ferðamannaslóð í vestanveðum Mýrdalsjökli vegna umbrota í sigkatli þar, en greinilegt er að ferðamenn aka ofan í ketilinn, sem allur er að springa.

Greinileg jeppaför sáust beggja vegna djúpra og nýrra sprungna, þegar jarðvísindamenn flugu með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir jökulinn í gærkvöldi, og hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum ef bílarnir hefðu verið yfir sprungunum þegar þær opnuðust. Þetta er upp af Sólheimajökli, við algenga leið upp á Mýrdalsjökulinn sjálfan.

Auk þessa kom í ljós að hlaupið hefur komið úr þremur sigkötlum, eða sigsvæðum, en ekki tveimur. Sigsvæðið á þessum slóðum virðist breytast dag frá degi og er því varsamt að vera þar á ferð. Loks sást svo sig, nálægt upptökum Kötlugossins árið 1918. Þar hefur ekki sést sig áður en alls munu vera hátt í 20 þekktir sigkatlar í jöklinum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×