Enski boltinn

Yeung mun áfram styðja fjárhagslega við Birmingham

Stefán Árni Pálsson skrifar
Carson Yeung. Mynd. / AFP
Carson Yeung. Mynd. / AFP
Carson Yeung, aðaleigandi enska knattspyrnufélagsins Birmingham, mun halda áfram að styðja fárhagslega á bakvið félagið þrátt fyrir að honum hafi verið stefnt í fimm liðum fyrir peningaþvott í Hong Kong.

Yeung er stærsti hluthafi félagsins og ætlar sér að eyða töluverðum fjárhæðum í að styrkja liðið, en Birmingham féll úr ensku úrvalsdeildinni í vor.

Yeung á að mæta fyrir dómstóta ytra þann 11. ágúst en hefur samt sem áður gefið það út að hann ætli sér að vera viðstaddur fyrsta leik Birmingham gegn Derby County þann 6. ágúst.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×