Enski boltinn

Liverpool ræður nýjan þjálfara

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skotarnir Clarke og Dalglish
Skotarnir Clarke og Dalglish Nordic Photos/AFP
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur tilkynnt um ráðningu Englendingsins Kevin Keen í þjálfarateymi félagsins. Keen hefur undanfarin ár starfað við þjálfun hjá West Ham og stýrði liðinu í lokaleik síðasta tímabils eftir að Avram Grant var rekinn.

Keen tekur við starfi þjálfara aðalliðs Liverpool af Skotanum Steve Clarke sem var gerður að aðstoðarmanni Kenny Dalglish í kjölfar skyndilegs brotthvarfs Sammy Lee á föstudag.

„Ég er hæstánægður með komu Keen en hann mun sinna þjálfun aðalliðsins ásamt Steven Clarke. Hann vann á sínum tíma með Steve hjá West Ham, hefur gott orðspor og faglega framkomu,“ sagði Dalglish á heimasíðu Liverpool.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×