Enski boltinn

Ferguson húðskammaði Ryan Giggs

Nordic Photos/AFP
Enska slúðurblaðið Daily Star greinir frá því að Ryan Giggs leikmaður Manchester United hafi fengið hárblásarameðferðina hjá Alex Ferguson fyrir æfingu liðsins í gær. Giggs yfirgaf æfingasvæðið meðan liðsfélagar hans voru enn að hita upp.

United-liðið hóf æfingar í gær eftir sumarfrí. Talið er að Ferguson sé allt annað en sáttur við fréttir af Giggs undanfarnar vikur og hafi látið Walesverjann 37 ára heyra það.

Ferguson mætti á Carrington æfingasvæðið klukkan 7:30 og Giggs tuttugu mínútum síðar. Þeir funduðu svo í einrúmi en að fundinum loknum yfirgaf Giggs æfingasvæðið rétt í þá mund sem liðsfélagar hans voru að hefja æfinguna klukkan 9.

Fulltrúi United staðfesti við enska slúðurblaðið að Giggs hefði yfirgefið æfingasvæðið þremur tímum fyrr en aðrir leikmenn liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×