Enski boltinn

Framtíð Modric hjá Tottenham er óljós - Chelsea vill fá hann

Samkvæmt frétt Sky Sports þá mun Luca Modric leikmaður Tottenham funda með forráðamönnum liðsins í dag en hann hefur óskað eftir því að félagið taki tilboði Chelsea sem vill fá króatíska landsliðsmanninn í sínar raðir.
Samkvæmt frétt Sky Sports þá mun Luca Modric leikmaður Tottenham funda með forráðamönnum liðsins í dag en hann hefur óskað eftir því að félagið taki tilboði Chelsea sem vill fá króatíska landsliðsmanninn í sínar raðir.
Samkvæmt frétt Sky Sports þá mun Luca Modric leikmaður Tottenham funda með forráðamönnum liðsins í dag en hann hefur óskað eftir því að félagið taki tilboði Chelsea sem vill fá króatíska landsliðsmanninn í sínar raðir. Modric er 25 ára gamall og hann hefur staðið undir væntingum hjá Tottenham frá því hann var keyptur frá Zagreb árið 2008.

Chelsea á að hafa boðið um um 23 milljónir punda í leikmanninn fyrr í sumar eða sem nemur 4,3 milljörðum kr. Daniel Levy stjórnarformaður Tottenham var ekki sáttur að Chelsea væri að reyna að kaupa einn besta leikmann liðsins og gaf hann það út að engir lykilmenn liðsins yrðu seldir í sumar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×