Erlent

Blaðahneyksli í Bretlandi: Andy Coulson handtekinn

Andy Coulson.
Andy Coulson.
Andy Coulson, fyrrverandi ritstjóri News of the World og fyrrverandi blaðafulltrúi forsætisráðherra Bretlands er í haldi lögreglu sem rannsakar nú ásakanir á hendur ritstjórn blaðsins um að símar þúsunda einstaklinga hafi verið hleraðir á nokkurra ára tímabili.

Málið hefur vakið gríðarlega athygli og hefur hörð gagnrýni beinst að David Cameron forsetaráðherra og hann sakaður um dómgreindarleysi þegar hann réð Coulson til starfa. Hann hrökklaðist úr starfinu þegar málið kom fyrst upp fyrir nokkru síðan. Cameron segir að þeir Coulson hafi verið vinir og að hann hafi staðið sig vel í starfi blaðafulltrúa.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×