Enski boltinn

Villas-Boas: Snýst ekki um mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Chelsea hefur birt brot af fyrsta viðtalinu við Andre Villas-Boas eftir að hann tók við starfi knattspyrnustjóra félagsins, aðeins 33 ára gamall.

Villas-Boas var í viðtali hjá sjónvarpsstöð Chelsea sem hefur nú birt stuttan bút úr viðtalinu, sem má sjá hér fyrir ofan.

„Þetta snýst ekki um komu mína til félagsins, heldur að félagið haldi áfram að ná árangri. Það væri rétt á þessum tímapunkti að íhuga hvaða árangri félagið hefur náð á síðustu sex árum og hvaða árangri við getum náð á næstu sex árum," sagði Villas-Boas.

„Mín áskorun mun snúast um halda áfram að vinna leiki og titla. Ég er hungraður í árangur og vil halda því þannig áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×