Enski boltinn

Benjani verður líklega áfram hjá Blackburn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benjani í leik með Blackburn.
Benjani í leik með Blackburn. Nordic Photos / Getty Images
Sóknarmaðurinn Benjani heldur því fram að hann muni skrifa undir nýjan samning við Blackburn á næstu dögum í samtali við enska fjölmiðla.

„Já, ég verð hér líka á næsta tímabili,“ sagði hann. „Ég á von á því að það verði gengið frá samningum þess efnis á næstu dögum. Ég hlakka til að fá tækifæri til að sýna mínar bestu hliðar í búningi Blackburn.“

„Ég veit ekki hvort það voru önnur félög sem höfðu áhuga á mig því ég vildi bara vera áfram hjá Blackburn. Ég vona að það verði gengið frá því sem allra fyrst.“

Benjani skoraði aðeins þrjú mörk fyrir Blackburn á síðustu leiktíð en engu að síður mun Steve Kean, stjóri liðsins, boðið honum nýjan tólf mánaða samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×